þriðjudagur, september 20, 2005

Önnur ferð til Point Plesant

Við vorum svo hrifin af Point Plesant síðast þegar við fórum þangað, að við ákváðum að skella okkur aftur þangað til að sýna Siggu, Tóta og Sædísi. Að vísu er núna svokallað Off-Season (Ekki lengur háanna tími), þannig að tívólíið var lokað, en ströndin var þess í staðin ókeypis.

Þetta var í einu orði sagt meiriháttar, við skemmtum okkur öll konunglega. Kristófer var sko ekki hræddur við að vaða út í sjóinn og öldurnar og fór oftar en ekki á kaf, en stóð bara upp og öskraði "Þetta er gaman". Sædís, fékk að fara í sjóinn með pabba sínum og hló rosa mikið og skemmti sér konunglega. Þó svo að það hafi verið kominn miður september, og meira til, þá var hlýtt og gott á ströndinni. Við vorum ekki að stikna úr hita, en engum var kalt heldur.

Tóti kendi mér "Body-surf", og þó svo ég segi sjálfur frá... stóð mig alveg frábærlega, ég stóð á höndum þegar mér skolaði á ströndina að lokum, að vísu á ekki að gera það, og ég meiddi mig smá í bakinu. Reyndar fékk ég líka skurði á bringunni... en þetta var samt mjög gaman.

endilega skoðið myndirnar frá ferðinni okkar og fleiru, þær er að finna aftast í September albúminu okkar.

Engin ummæli: