Í gær kíktum við á ströndina í Point Plesant...loksins! John, Lisa, Andrew og Gregory voru að fara þangað og buðu okkur að koma með. Afhverju höfum við ekki farið þangað áður, ég bara spyr? Ekkert smá fallegar baðstrendur hérna sem við höfðum ekki hugmynd um! Það var meira að segja búið að gróðursetja lifandi pálmatré meðfram allri ströndinni svo að það var ekki laust við að maður fyndi fyrir smá Flórída fíling, þetta var alveg mergjað. Það er amk. alveg klárt mál að þessi staður verður stundaður óspart næsta sumar. Þarna var sædýrasafn, rússíbanar, allskyns leiktæki fyrir börn og fullorðna, skotbakkar og skemmtilegar búllur meðfram ströndinni sem gaman var að kíkja í. Við vorum þarna langt framá kvöld því það var svo mikið að skoða og gera. Kristófer er alveg í skýjunum eftir þessa ferð og fannst þetta næstum toppa Six Flags ferðina fyrr í sumar...og það þarf nú mikið til þess :)
Við setjum inn nokkrar myndir frá ströndinni fljótlega.
laugardagur, september 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli