föstudagur, nóvember 04, 2005

Kistófer slappur

Litli Lasarúsinn okkar er mjög slappur þessa dagana. Hann vaknaði í gær með rúmlega 41c stiga hita og bólgna eitla í hálsinum. Við þurftum síðan að eyða um 2 tímum í gær, keyrandi um í leit að lækni sem vildi skoða hann strax. Heimilislæknirinn okkar er ekkert voðalega liðlegur þegar kemur að svona málum. Þegar læknirinn, sem við náðum loksins í skottið á, skoðaði hann, kom í ljós að hann er með Streptakokka og eyrnabólgu. Þannig að Kristófer var heima í gær og í dag, og verður það þar til hann hefur jafnað sig. Við vonum bara að hann verði orðinn hress á sunnudaginn til að geta spilað í síðasta leik sínum í fótboltanum.
Við erum búin að "taka til" í október albúminu okkar og skrifa við myndirnar þar. Næst á dagskrá Safarí albúmið.

Kveðja
Elmar og Andrea

Ps. eruð þið búin að taka eftir því að dollarinn er á einstöku tilboði um þessar mundir eða 59.99! Algjört Bónus verð :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku litli kall... vona að þér batni hratt og getir spilað leikinn á sunnudaginn.. svona svo þið vinnið hann ;)
Kv Ella