föstudagur, janúar 27, 2006

Áfram Fannsa Pannsa :o)

Fanney vinkona gerði sér lítið fyrir og komst í 24 laga úrslit í júróvision. Hún mun keppa á morgun, laugardag, með lagið Hamingjusöm. Ég vil hvetja alla sem ætla að horfa á og kjósa, að velja rétta lagið...ef þið skiljið hvað ég á við ;o) Ég er nefnilega búin að heita henni því að ef hún kemst áfram í 12 laga úrslit að fara með henni heim sem grúppía. You go girl!!!

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ný teppi á slottið!

Við fengum mann hingað í september (sem titlar sig sem Manager hérna) sem skoðaði teppin gaumgæfilega ásamt tveimur öðrum fílupúkum sem gengu hér um snuðrandi og hummandi í dágóðan tíma. Managerinn sagði svo að teppin væru nú ekkert svo agalega slæm en hann myndi taka þetta fyrir á fundi síðar þá vikuna og láta okkur vita. Á meðan hann var hérna fékk hann þá snilldar hugmynd að við vildum kannski bara taka okkur hálft ár í það að "rústa teppunum gersamlega" og skipta svo um...hahaha algjör idiot svo ekki sé nú meira sagt. En við vorum hörð á því að við vildum fá nýtt teppi á alltsaman enda ekki mikið eftir til að "rústa" og þau orðin ansi þunnhærð. Þessi svokallaði manager lofaði að hringja með svar innan nokkurra daga. Fimm mánuðir eru nú liðnir og ekkert hefur karlpungurinn látið í sér heyra. Hann svarar ekki símanum og heldur ekki ótal skilaboðum sem við höfum skilið eftir á símsvaranum hjá honum...svo mörg að það jaðrar við einelti :)
En jæja við gáfumst amk upp á þessu rugli og hringdum í fyrirtækið sem rekur þetta batterý. Það hefðum við átt að gera fyrr...því sólahring eftir að við kvörtuðum yfir teppadruslunni og mannfílunni, fengum við annan mann hingað í heimsókn. Hann var vart komin innfyrir þegar hann sagði að þessi teppi væru algjörlega óviðunandi og að þessu yrði kippt í liðinn undir eins. Svo að í næstu viku verðum við í þvi að færa til húsgögn...veiii...en það verður alveg þess virði að standa í því fyrir hrein teppi og ferskt loft.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Jahá...ég sit hérna í stofunni með krosslagða fingur og vona það innilega að það rati ekki ein þruma í húsið okkar. Hef nú bara aldrei upplifað aðrar eins þrumur og eldingar, þetta eru eins og sprengingar og húsið hreinlega leikur á reiðiskjálfi. Ef ég hef einhvertíman efast um gæði og styrk húsnæðanna hérna þá er það núna, sé þetta nú bara fyrir mér hrynja eins og spilaborg ef við fengjum eitt slíkt stykki í okkur. En líkurnar eru nú sennilega hverfandi á slíkri óheppni...er það ekki?!

Annars er ég búin að vera með einhverja hroðbjóðs pest sl. 3 daga, lá hérna í sófanum og í rúminu til skiptis, í hálfgerðu kóma í 2 af þeim með viðbjóðs hita og enga rödd. En þegar ég vaknaði í morgun klæddi ég mig amk í föt (ekki önnur náttföt :) og búin að endurheimta röddina þó ófögur sé....góðs viti það.
Okkur var boðið í mat um helgina til Eggerts og Ásu, alveg brilljant stuð á þeim hjónunum eins og alltaf. Þau reiddu fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum...algjört lostæti allt saman. Kærar þakkir fyrir okkur! Svo var spilað Trivial og strákarnir fengu heldur betur að finna fyrir okkur skvísunum, tókum þá svona heldur betur í nefið...amk í fyrri umferð. En þeir náðu víst að merja fram sigur á síðustu stundu í seinni umferð...reyndar voru þeir bara heppnir með spurningu ;)

Á sunnudaginn skelltum við okkur í bíó á teiknimyndina Hoodwinked...án efa ein leiðinlegasta teiknimynd sem ég hef nokkurtíman séð. Leeeengstu 90 mínútur sem ég hef upplifað án nokkurs vafa. Djís Lúís...ef þessi skelfing ratar einhvertíman í bíóhúsin á Íslandi...STAY AWAY!

Kristófer er búin að vera ofsalega duglegur að æfa karate s.l. daga. Á morgun er nefnilega próf fyrir dökk græna beltið eða high green belt eins og það kallast víst hér. Hann er farin að taka þetta meira alvarlega en áður og æfir stíft hérna heimafyrir.

Jæja þrumuveðrið er hætt svo að ég ætla að láta þetta gott heita í bili elskurnar. Og já... húsið stendur enn!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Já það er ýmislegt ólöglegt í New Jersey...

New Jersey
• Automobiles are not to pass horse drawn carriages on the street.
• Car dealerships are forbidden from opening on Sunday.
• Cresskill: All cats must wear three bells to warn birds of their whereabouts.
• If you have been convicted of driving while intoxicated, you may never again apply for personalized license plates.
• In Berkley Heights you may not walk your cattle on the street on Sunday.
• In Newark it is illegal to buy ice cream after 6:00 p.m
• In New Jersey, it is illegal to slurp soup.
• It's illegal in New Jersey for parents to give their children under the age of 18 even a sip of alcohol.
• It is against the law for a man to knit during the fishing season.
• It is against the law to "frown" at a police officer.
• It is illegal to offer whiskey or cigarettes to animals at the local zoo.
• It's also illegal in this state to throw a bad pickle on the street.
• Raw hamburger may not be sold.
There is no horse racing allowed on the New Jersey Turnpike.
• Trenton: Pickles are not to be consumed on Sundays.
• Unless you have a doctor's note, it's illegal to buy ice cream after 6 PM in Newark, New Jersey.
• You cannot pump your own gas. All gas stations are full service and full service only.
• You may not slurp your soup.

Jasso...svo það er eins gott að maður hugsi sig tvisvar um þegar maður ætlar að henda frá sér súrsuðum gúrkum eða reyna að bjóða ljónunum sjúss og sígó í dýragarðinum!

mánudagur, janúar 16, 2006

Það sem af er janúar í máli og myndum...

Miklir fagnaðarfundir hjá okkur æskuvinkonunum þegar hún komst loks á leiðarenda...
Þá er bara kominn smá snjór...sama dag og Rúna fer frá okkur...
Nýji nágranninn okkar,Harrison, kíkti yfir í heimsókn til okkar...
Addý og Óðinn skemmtu sér konunglega eins og sést á þessari mynd...
Kristófer fékk Andrew félaga sinn í heimsókn í byjun janúar og gisti líka hjá okkur...
Ussss....hvað var ég að spá þegar ég henti sólarvörnunum í ruslið í desember
Það þýddi ekkert að hanga inni í svona blíðu svo það var sest út í sólbað 9 janúar!
10 janúar....ennþá bongóblíða í New Jersey!

Mjög síðbúið jóla- og áramóta blogg

Jæja þá er kominn tími á að segja ykkur frá á hvað daga okkar hefur drifið undanfarið.
Rúna systir kom til okkar fyrir jólin og var hjá okkur þar til í gær, en þá var víst komin tími fyrir hana að koma sér heim. Mikil lifandi ósköp leið tíminn hratt!
Það var náttúrulega byrjað um leið í köku og smáköku bakstri, einar 5 sortir bakaðar á 2 dögum...geri aðrir betur. Ekki nóg með það, svo var nátturulega ekki hægt að halda al-íslensk jól nema að tengda-mömmu-brúnkan væri bökuð og það dugði varla fram að jólum svo að það varð að henda í eina uppskrift til viðbótar. Það var sko NÓG að éta hér á þessu heimili um jólin, enda vorum við heldur betur farin að finna öll föt þrengja vel að þegar síga fór á síðari hluta jólanna.

Jólaboðið okkar lukkaðist svona líka glimrandi vel, gaman að upplifa þessa sönnu íslensku jólastemmingu. Ég og Rúna settum allt í 5ta gír á jóladag og hristum ýmsilegt góðgæti fram úr ermunum, við buðum uppá heitt súkkulaði, marengstertur, heita brauðrétti, síld, lax, íslenskar pönnsur, smákökur ásamt ýmsu öðru sem maður þekkir best frá íslensku jólaboðunum. Það er alveg klárt að ég er alveg meira en til í að hafa þetta árlegt á meðan það finnast íslendingar á þessum slóðum og líka á meðan við förum ekki heim yfir jólin :)

En það verður nú bara að viðurkennast að þetta voru ein þau bestu jól sem við höfum upplifað síðan við byrjuðum á þessu flakki okkar. Við vorum alveg ótrúlega sátt og náðum að skapa alveg gríðarlega jólastemmingu á heimilinu. Og þá er ég að tala þessa sönnu og óþvinguðu jólastemmingu sem kemur bara ósjálfrátt og andinn kemur yfir mann. Það náttúrulega skemmdi ekki að hafa nánast eingöngu íslenskan mat, drykk og sælgæti á borðum og auðvitað líka að hafa Rúnu hjá okkur.

Svo voru áramótin ekki síðri en þá bauð vinafólk okkar (Orri og Erna) okkur heim til systur Orra, en þau voru að passa húsið hennar. Þar elduðum við íslenskt lambalæri með öllu tilheyrandi...naaamminamm...það klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Svo þegar litla fólkið var komið í háttin spiluðum við nýja Trivialið og drukkum fram eftir. Þar sem þarna var nóg pláss buðu þau okkur að gista svo okkur lá ekkert á að komast heim.
Alveg frábært kvöld og kærar þakkir fyrir okkur!

Svo fengum við "óvænta" heimsókn þann 12 jan en þá komu Óðinn og Árný til okkar í heimsókn. Ég hef bara ekkert viljað minnast á það því þá hefði ég skemmt þetta fyrir honum Óðni því hann var að koma Árný á óvart með þessari ferð og þ.a.l. mátti ekkert fréttast...aldrei þurft að hafa svona mikið fyrir því að þegja, hahaha!Það var ekki fyrr en þau voru sest niður við barinn í flugstöðinni að hún fékk að vita hvert hún var í raun og veru að fara! Hann er nú alveg ótrúlegur hann Óðinn... að hann skyldi hafa komist þetta langt áður en hann varð að segja henni allt af létta, hann meira að segja batt fyrir augun á henni á leiðinni og tékkaði hana inn sjálfur! Til hamingju með 10 ára hjúskaparafmælið elskurnar og vona að þið komið aftur í heimsókn til okkar áður en langt um líður.

Hendum svo inn fleiri nýjum myndum á næstunni, svo fylgist með!
Jæja...þá er ég búin að drita niður enn einni langlokunni. Kannski ráð að blogga oftar?!