miðvikudagur, janúar 25, 2006

Jahá...ég sit hérna í stofunni með krosslagða fingur og vona það innilega að það rati ekki ein þruma í húsið okkar. Hef nú bara aldrei upplifað aðrar eins þrumur og eldingar, þetta eru eins og sprengingar og húsið hreinlega leikur á reiðiskjálfi. Ef ég hef einhvertíman efast um gæði og styrk húsnæðanna hérna þá er það núna, sé þetta nú bara fyrir mér hrynja eins og spilaborg ef við fengjum eitt slíkt stykki í okkur. En líkurnar eru nú sennilega hverfandi á slíkri óheppni...er það ekki?!

Annars er ég búin að vera með einhverja hroðbjóðs pest sl. 3 daga, lá hérna í sófanum og í rúminu til skiptis, í hálfgerðu kóma í 2 af þeim með viðbjóðs hita og enga rödd. En þegar ég vaknaði í morgun klæddi ég mig amk í föt (ekki önnur náttföt :) og búin að endurheimta röddina þó ófögur sé....góðs viti það.
Okkur var boðið í mat um helgina til Eggerts og Ásu, alveg brilljant stuð á þeim hjónunum eins og alltaf. Þau reiddu fram hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum...algjört lostæti allt saman. Kærar þakkir fyrir okkur! Svo var spilað Trivial og strákarnir fengu heldur betur að finna fyrir okkur skvísunum, tókum þá svona heldur betur í nefið...amk í fyrri umferð. En þeir náðu víst að merja fram sigur á síðustu stundu í seinni umferð...reyndar voru þeir bara heppnir með spurningu ;)

Á sunnudaginn skelltum við okkur í bíó á teiknimyndina Hoodwinked...án efa ein leiðinlegasta teiknimynd sem ég hef nokkurtíman séð. Leeeengstu 90 mínútur sem ég hef upplifað án nokkurs vafa. Djís Lúís...ef þessi skelfing ratar einhvertíman í bíóhúsin á Íslandi...STAY AWAY!

Kristófer er búin að vera ofsalega duglegur að æfa karate s.l. daga. Á morgun er nefnilega próf fyrir dökk græna beltið eða high green belt eins og það kallast víst hér. Hann er farin að taka þetta meira alvarlega en áður og æfir stíft hérna heimafyrir.

Jæja þrumuveðrið er hætt svo að ég ætla að láta þetta gott heita í bili elskurnar. Og já... húsið stendur enn!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara komin monsún tími hjá ykkur ;) haha. En vona að húsið haldist uppi.

Andrea sagði...

Já þetta veðurfar hérna er búið að vera mjööög óvenjulegt undanfarið. Er líka enn að bíða eftir vetrinum...í raun ætti hann að vera hálfnaður núna :o/