mánudagur, febrúar 27, 2006

Namminamm...



Vatnsdeigsbollurnar lukkuðust vel...í annari tilraun. Nema það að mig vantaði íslenska Síríus suðusúkkulaðið ofaná þær. Pantaði reyndar svoleiðis frá Nordicstore fyrir lifandis löngu. Ekkert bólar á því enn. Ég gat ómögulega látið eitt suðsúkkulaði duga. Á frekar bágt með að hemja mig þegar íslenskar "nauðsynjavörur" eru annarsvegar. Var komin með vörur í innkaupakerruna fyrir hundruði dollara áður en ég vissi af. Ég sá að þetta var nú ekki hægt að réttlæta með nokkrum hætti svo að meirihlutinn fékk að fjúka með dílít takkanum. Komst svo að því eftirá að sendingarkostnaðurinn var sá sami og upphæðin sem ég verslaði fyrir. Ekkert smá fegin að hafa haft hemil á mér. Annars hefði ábyggilega verið ódýrara fyrir mig að fara sjálf til Íslands og kaupa þetta. En samt fékk ég agalegan móral yfir þessu bruðli. Það batnar samt ábyggilega um leið og kassinn verður opnaður. Emmi fær Drauminn sinn, Krirstófer fær Djúpurnar sínar og ég Nóa Kroppið mitt . Svo á ég örugglega eftir að segja: "mmmm...þetta VERÐUM við að gera oftar!"

Gón´dænn...

Ég veit að Fanney og Rúna lesa þetta blogg reglulega, ætti eiginlega að verðlauna þær fyrir öll kommentin og gestabókaskrifin. Lots of löv tú jú görls, kíp öpp ðe gúd vörk :o*
En hinir mættu nú líka láta heyra í sér af og til, bara svona svo maður viti hverjir eru að fylgjast með. Koma svo...!

Jæja, náði loksins í þýsku skvísuna, hana Doreen. Í fjórða sinn sem ég hringdi. Var svona u.m.þ.b. farin að halda að hún vildi bara ekkert heyra mér. Kannski ennþá í fílu eða eitthvað. Svo að ég ákvað að skilja bara eftir skilaboð á símsvaranum hjá henni. Hugsaði með mér að þá væri absólútlí engin hætta á að rekast á hana í fílu..."heiii bitch...you never called!" Ok, aðeins farin að ímynda mér hlutina hérna. En jæja...var hálfnuð með þessa líka fínu ræðu sem ég var búin að semja í huganum þegar hún pikkar upp tólið..."Elloooo, æm híehr Andrea!" Ég fór alveg í kerfi og varð eins og asni. Var ekki viðbúin því að hún myndi svara svona í miðjum klíðum. Þurfti sísvona að finna röddina mína aftur (tala alltaf í einhverri fáránlegri hátíðni rödd inná símsvara. Alveg ósjálfrátt).
Svona lagað fer í pirrurnar á mér. Þetta er svoooo fáránlega algengt að fólk geri þetta hérna. Veit ekki útaf hverju, kannski að þetta sé til að losna við símasölufólk? Að minnsta kosti er þetta hið versta mál fyrir fólk eins og mig, sem er með fóbíu fyrir símsvörum. Þarf að vera orðin ansi despó til að skilja svoleiðis eftir. Ekki gaman að vita til þess að fólk eigi upptöku af manni fibast (er þetta ekki annars orð?) við að segja eitthvað áhugavert og skemmtilegt...maður vill jú að viðkomandi hringi aftur til baka ef maður er að þessu á annað borð. Svo það er eins gott að hafa skilaboðin krassandi.
Ekki myndi ég nenna að hringja til baka í fólk sem segir eitthvað á þessa leið...
"Heiii, bara ég...hmm...það var nú svo sem ekkert sérstakt...vildi bara...ömm... þúst...heyra í þér"
Greinilega ekkert merkilegt í fréttum á þeim bænum.

Svo er það bara þorrablótið í Washington um helgina. Við ætlum að leggja af stað í dag og gista þar í tvær nætur. Komum svo aftur heim á sunnudaginn. Við erum svo úber spennt að það hálfa væri nóg.
Tók mér smá pásu til að blogga, en nú verð ég að halda áfram að pakka niður og laga til.

Adios amigos!

föstudagur, febrúar 24, 2006

Bolla bolla bolla...

Ég steingleymdi alveg að segja ykkur frá því að við erum komin með ný teppi á allt húsið! Allt annað líf, engin skítalykt þegar maður kemur inn úr ferska loftinu. Svo er það svo þykkt m.v. það gamla að maður sekkur alveg niður í það. Og sérstakar þakkir fá Egger og Óli fyrir það að hafa keyrt alla leiði til okkar, tvö kvöld í röð og hjálpað okkur með flutningana...Takk strákar!

Þessi vika í grófum dráttum:

Emmi fór á svona "guys night out" á þriðjudaginn, það var víst rosa gaman hjá þeim svo að þetta er orðinn mánaðarlegur viðburður. Næst verður það á Hooters, voða djarfir þykir mér :)

Kristófer byrjaði í Cub-Scouts eða skátunum í gær, hann fílaði það alveg í ræmur.
Svo skráðum við hann í eitthvað sem heitir "Sockey"...skylst að það líkist eitthvað hokkí nema ekki á svelli og sokkur settur á prikin(?!).

Kristófer er loksins laus við strepptakokkana, en hann er búin að vera í reglulegu eftirliti hjá lækni í 4 vikur því að það gekk illa að ná þessu úr honum. Finnst það nú fullmikið að hafa hann á sýklalyfjum í tæpan mánuð. Vonum bara að hann sleppi við að fá þetta aftur það sem eftir er af skólanum.

Nú svo fór ég líka á svona "girls night out" á fimmtudagskv. með 5 Amerískum stelpum, það var bara alveg rosalega fínt og stelpurnar alveg rosalega hressar. Fórum á alveg frábæran ítalskan veitingastað hérna í nágenninu sem ég keyri oft framhjá en hafði ekki hugmynd um að væri þarna, vel falinn.

Veðrið hérna hefur verið alveg hreint yndislegt...að undanskyldum smá snjóstormi hérna í byrjun mánaðarins get ég varla kallað þetta vetur. Við vorum búin að búa okkur undir 2-3ja mánaða frosthörkur, en þær hafa nú bara ekki enn látið á sér kræla af nokkru ráði. Janúar og febrúar hafa verið verstu mánuðirnir, oft farið yfir -20 C hjá okkur síðastliðna vetur. Það er varla að það hafi farið niður fyrir frostmark hérna núna. Svo fer bara að vora í lok mars-byrjun apríl...júbbí!

Dagurinn í dag fer sennilega í að baka bollur fyrir bolludaginn á mánudaginn (er það ekki rétt hjá mér að hann sé á mánudag annars?) Klikka alltaf á þessu, frétti yfirleitt nokkrum dögum eftir að hann er búin, að ég gleymdi honum. Svo að ég ætla að gera þetta tímanlega þetta skiptið.

Frétti að þessar klikkuðu ekki...

Vatnsdeigsbollur

2,5 dl vatn
50 g smjörlíki

salt á hnífsoddi
175 g hveiti
4-6 egg
2 tsk. lyftiduft.
Þeyttur rjómi
Sulta
Brætt súkkulaði.
------------------------
Aðferð:
Vatn, smjörlíki og salt hitað í potti. Tekið af hellunni þegar sýður og hveitið hrært út í. Sett á helluna aftur og hrært vel í mínútu. Þá er deigið látið kólna og sett í hrærivélaskál. Eggin, eitt og eitt í senn, eru svo hrærð saman við þar til deigið er hæfilega þykkt. Þá er lyftiduftið sett út í. Sett á hveitistráða plötu með skeið eða sprautupoka. Bakað við 180°C í ca. 30 mín. Fyrstu 20 mínúturnar má alls ekki opna ofninn, því þá geta bollurnar fallið. Því næst er bræddu suðusúkkulaði smurt á bollurnar. Að loknum er svo toppurinn skorinn af og rjómi og sulta sett á milli.

Góða helgi!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Feðgarnir alltaf í góðum gír


Ohhh mæ god, YU-GI- OH kort!!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

HALELLÚJA!

Jæja, held að ég sé búin að pína Fanney nóg með að hafa hana hérna eftist í laaangan tíma. Þæggi Fanney, komið nóg af prómóinu? Og takk fyrir allar hugmyndirnar af bloggi, hjálpar ábyggilega að koma mér í gírinn...og b.t.w. Emmi er búin með 2 kaffibolla það sem af er deginum. Mjög rólegur enn sem komið er, en það er sennilega útaf því að "fína" kaffikannan okkar er eitthvað að stríða okkur og skilar bara frá sér hland volgu kaffi. Algjört piss I tell ya!

Nú er agalegt boozt æði á heimilinu, fengum okkur algjört tryllitæki sem mylur ís og frosna ávexti án nokkurrar fyrirhafnar og svo er líka byrjað að selja skyr.is í Wholefoods. Ein lítil dolla kostar reyndar tæpa $3...en maður verður að styrkja þetta framtak er það ekki? Finnst þetta bara svo ofboðslega gott að ég er að borða alltof mikið af þessu, sennilegast ekki hollt í óhófi.

Ég var að koma úr búðinni, hitti þar þýska konu sem ég hef kannast við síðan við fluttum hingað til NJ. Allt í góðu með það, svo ég fer og heilsa uppá gelluna og hún bara er í svona þvílíkri fílu útí mig! Fyrsta sem hún segir við mig er: "Why haven´t you called me?!?!"
Ég: "uhhh, I don´t have your number"
Hún:"Yes, you do. I have yours"
Ég: "So, why didn´t you call me?"
Hún: "I was waiting for you to call me!"
Fór útí algjört bull þetta samtal eins og sést svo ég ákvað að biðja kelluna bara um númerið hennar og lofaði því að hringja í hana fljótlega. "I really, really, really hope you call this time!" sagði hún svo áður en ég kvaddi. Þetta er reyndar alveg hin fínasta kona, þó svo að samtalið bendi til annars...hún er þýsk og enskan ekki sú besta, svo hún virðist vera voða hvöss þegar maður er að tala við hana.

Haldið þið að við séum ekki bara að fara á íslenskt þorrablót takk fyrir. Laugardaginn 4. mars í Washington, ekkert smá spennandi! Förum með Eggerti, Ásu og co. svo þetta verður örugglega alveg brill. Okkur hlakkar mikið til og haldið þið að maður sé ekki bara búin að versla sér kjól og alles. Ég sem geng ALDREI í kjólum...með einni undanþágu og það var þegar ég gifti mig. Hef nefnilega heyrt að fólk dragi fram sitt allra fínasta púss þegar þessi þorrablót hérna eru annarsvegar.

Það er allt fínt að frétta af Kristófer þessa dagana. Hann tekur orðið miklum framförum í Karate núna, svo mikið að hann er orðið notaður af kennurunum til að sýna hvernig á að gera hlutina rétt. Gaman að fylgjast með honum. Sérstaklega þar sem við vorum á tímabili að hugsa um að leyfa honum að fara að prófa einhverjar aðrar íþróttir og hætta í Karate. En hann var nú aldeilis ekki á því drengurinn og fór að sýna þessu miklu meiri áhuga.

Hann fékk að fara í "sleepover" um helgina til Andrews. Finnst það eitthvað svo krúttlegt hvað þeir eru enn miklir félagar þó svo að þeir séu nú í sitthvorum skólanum. Það var nú mikið hlegið þegar við fórum að sækja hann og Andrew fer að spyrja pabba sinn afhverju hann þyrfti að fara í kirkju einu sinni í viku en Kristófer ekki. Kristófer var fljótur að svara því með þvi að segja "that´s because I´m from Iceland. You see, Jesus was born in America!" og svo til að toppa þetta sagði hann svo mjög spekingslega "Did you know Jesus was the son of God?"

Jæja ætla að láta þetta duga í bili...
Andrea og strákarnir.