mánudagur, febrúar 27, 2006

Gón´dænn...

Ég veit að Fanney og Rúna lesa þetta blogg reglulega, ætti eiginlega að verðlauna þær fyrir öll kommentin og gestabókaskrifin. Lots of löv tú jú görls, kíp öpp ðe gúd vörk :o*
En hinir mættu nú líka láta heyra í sér af og til, bara svona svo maður viti hverjir eru að fylgjast með. Koma svo...!

Jæja, náði loksins í þýsku skvísuna, hana Doreen. Í fjórða sinn sem ég hringdi. Var svona u.m.þ.b. farin að halda að hún vildi bara ekkert heyra mér. Kannski ennþá í fílu eða eitthvað. Svo að ég ákvað að skilja bara eftir skilaboð á símsvaranum hjá henni. Hugsaði með mér að þá væri absólútlí engin hætta á að rekast á hana í fílu..."heiii bitch...you never called!" Ok, aðeins farin að ímynda mér hlutina hérna. En jæja...var hálfnuð með þessa líka fínu ræðu sem ég var búin að semja í huganum þegar hún pikkar upp tólið..."Elloooo, æm híehr Andrea!" Ég fór alveg í kerfi og varð eins og asni. Var ekki viðbúin því að hún myndi svara svona í miðjum klíðum. Þurfti sísvona að finna röddina mína aftur (tala alltaf í einhverri fáránlegri hátíðni rödd inná símsvara. Alveg ósjálfrátt).
Svona lagað fer í pirrurnar á mér. Þetta er svoooo fáránlega algengt að fólk geri þetta hérna. Veit ekki útaf hverju, kannski að þetta sé til að losna við símasölufólk? Að minnsta kosti er þetta hið versta mál fyrir fólk eins og mig, sem er með fóbíu fyrir símsvörum. Þarf að vera orðin ansi despó til að skilja svoleiðis eftir. Ekki gaman að vita til þess að fólk eigi upptöku af manni fibast (er þetta ekki annars orð?) við að segja eitthvað áhugavert og skemmtilegt...maður vill jú að viðkomandi hringi aftur til baka ef maður er að þessu á annað borð. Svo það er eins gott að hafa skilaboðin krassandi.
Ekki myndi ég nenna að hringja til baka í fólk sem segir eitthvað á þessa leið...
"Heiii, bara ég...hmm...það var nú svo sem ekkert sérstakt...vildi bara...ömm... þúst...heyra í þér"
Greinilega ekkert merkilegt í fréttum á þeim bænum.

Svo er það bara þorrablótið í Washington um helgina. Við ætlum að leggja af stað í dag og gista þar í tvær nætur. Komum svo aftur heim á sunnudaginn. Við erum svo úber spennt að það hálfa væri nóg.
Tók mér smá pásu til að blogga, en nú verð ég að halda áfram að pakka niður og laga til.

Adios amigos!

Engin ummæli: