fimmtudagur, mars 30, 2006

Hækkandi hitastig og smá action

Hvað skrifar maður um þegar það er ekkert til að skrifa um? Hm...


Kristófer við morgunverðaborðið. :)

Bryjnar Kristjánsson var í heimsókn hjá okkur frá föstudegi til á Miðvikudegi. Mjög skemmtilegt að hafa hann. Við áttum bara rólega helgi, horfðum á Liverpool vinna Everton, fórum í búðir og spiluðum Trivial Pursuit. Síðan fór hann til New York á mánudaginn og þriðjudaginn og skemmti sér víst mjög vel. Takk fyrir heimsóknina Brynjar.

Annars er það helst í fréttum að SUMARIÐ er komið, hitinn núna úti er um 20 stig og fer hlýnandi. Það er alveg ótrúlegt hvað útlitið breytist við smá sól og hita. Maður verður léttari á sér, og brosir meira. Ég og Kristófer fórum út í fótbolta í gær, bara í smá tíma, en samt nóg til að svitna smá og hann er mjög áhugasamur um fótboltann núna. Ég er búinn að skrá hann í árlega fótbolta prógrammið sem byrjar næsta haust (Kaninn er alltaf með svo mikinn fyrirvara), og ælta líka að skrá hann í fótboltaskólann hjá Mr. Boggs og Mr. Barrett, þannig að hann hefur nóg að gera í boltanum á næstunni. Honum langar líka að fara að taka smá frí frá Karate, orðinn eitthvað þreyttur á þessu.

Við erum svo á leiðinni til Florida í heimsókn til Essý og Gylfa næstkomandi miðvikudag, okkur hlakkar öllum rosa mikið til, þó svo að ég þurfi að vera að vinna, þá er ég samt mjög spenntur, hlakkar til að komast í golfið þarna, og sundlaugina og hitta gömlu góðu vinina okkar aftur. Þetta verður mjög gaman.

Við fórum líka um daginn og keyptum okkur hlaupabretti. ekkert svona lítið hlaupabretti, heldur svona eins og maður myndi finna í sæmilegri rækt hérna. 12% halli, 12 hraðastillingar, með IFit (þar sem maður getur tengt brettið við tölvu til að stjórna æfingum), hægt að hafa 2 notendur til að skrá hversu mikið hefur verið "gengið". Andrea hefur vinninginn þar, kominn með 63 mílur (101 Km) og ég með 14 mílu (22,5 Km). Þarf að fara að vera duglegari til að ná henni, en hún er á þessu bretti á næstum hverjum einasta degi, ég aftur á móti, ekki svo duglegur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist Andrea vera komin langleiðina til Florida, hehe

Ciao
Gylfi

Hogni Fridriksson sagði...

Frábær mynd af Kristófer!