þriðjudagur, mars 21, 2006

Staðfesting

Sæl, í framhaldi af síðasta bloggi, vildi ég bara láta vita af þessu...

Jon Corzine (Nýji fylkisstjórinn okkar), sem hafði lofað að koma eignaskattinum niður í það sama og hann var hérna árið 1994, er að halda fjárlaga ræðuna sína núna, og hann staðfesti að hann, mun í raun, HÆKKA endurgreiðsluna um 10%. En endurgreiðslan er furðulegt fyrirbæri hérna, allir eru rukkaðir um eignarskatt og síðan fá sumir endurgreiðslu uppá einhverja dollara, venjulega ekki meira en $200-300 á ári, þannig að 10% hækkun er aukning um $20-30 á ári... Vá, enginn smá munur. Einnig, bara svona til að vera skemmtilegur, mun hann koma með nokkra nýja skatta, þar á meðal...

1. Nýr skattur á bíla sem kosta meira en $45,000.00
2. Nýr skattur á bíla sem eyða meira en 15mpg (Miles Pr. gallon)
3. Hækkun á bjórskattinum, úr $10 pr gallon í $17 pr. gallon

Sjálf ræðan verður kl. 13:00 hérna, eða um 18:00 á íslandi. Þá kemur væntanlega meira í ljós.

Þetta er heimasíðan hjá NJ fylkinu

Óskið okkur góðs gengis :)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er brillíant að hafa þig að re-cappa þetta fyrir mig.

Keep up the good work!!

Nafnlaus sagði...

Já ef þú færð þér perm þá ertu bara kominn langleiðina með að slá Gísla Marteini við.

Elmar sagði...

Já, Gílsi Marteinn er ekkert miðað við mig. Ég hafnaði tilboði frá RUV um að lýsa beint frá Eurovision af því þeir ætluðu að borga mér í íslenskum krónum og þær eru á leiðinni að verða verðlausar.

Nafnlaus sagði...

Já maður skiptir nú alveg hiklaust á íslenskum krónum og nóa-kroppi. Kroppið verður örugglega verðmætara en krónan eftir nokkrar vikur.

Nafnlaus sagði...

já ég segi það fyrir mitt leiti að ef ég ætti pening liggjandi inná bók á Íslandi væri ég sennilegast búin að taka hann allan út og fjárfesta í Nóa Kroppi...tja eða Djúpum. Myndi ekki treysta þessur fégráðugu bankastofnunum fyrir einni einustu krónu og hananú!

Nafnlaus sagði...

Það er samt enn þá spurning með permið. Ég mæli allvegna með því ef þú vilt einhvern tíman verða syni þínum til skammar og langar til að angra hann á "góðlátlegan" hátt þá skaltu endilega fá þér perm. Það gerði pabbi minn þegar ég var ca. 10-12 ára og meine gute hvað maður skammaðist sín. Svo geturðu toppað það með því að fá þér eyrnalokk í annað eyrað og fara að vinna á RÚV.