jæja þá erum við mæðginin komin heim úr ofboðslega vel heppnaðri ferð frá Íslandi. Þó svo að veðrið hafi nú ekki alveg leikið við okkur og oftar en ekki, fengum við allar árstíðir á einum degi, var þetta alveg meiriháttar. Þetta var ákkúrat það sem við þurftum á að halda, bæði tvö. Íslenskan hjá Kristófer tók miklum framförum og ekki veitti af því að hún var orðin frekar bjöguð.
En ætli ég láti ekki bara myndirnar tala sínu máli í þetta skiptið...
Kristófer alveg í skýjunum yfir því að vera loksins komin til Íslands!
Rúna frænka knúsuð í bak og fyrir.
Helgi bróðir orðin agalegur töffari.
Við skelltum okkur á Kalla á Þakinu í Borgarleikhúsinu.
Baltasar, Agatha og Kristófer við Tjörnina.
Endurnar og svanirnir á Tjörninni fengu sinn skammt af brauði.
Svo var splaður fótbolti framá kvöld...engin mamma að vakta mann þarna.
Svo var okkur boðið í Keiluhöllina og út að borða á afmælinu hans Baltasars.
Við skoðuðum Þingvelli gaumgæfilega, enda vorum við mjög heppin með veður þennan dag.
Afi Magnús og Kristófer við Gullfoss.
Kristófer fannst erfitt að þurfa að brosa í myndavélina þegar Strokkur var að gjósa.
Við Kristófer við Strokk á Geysis svæðinu.
Kristófer við fossinn Faxa.
Kristófer við Kerið, fannst þetta stórmerkilegt fyrirbæri.
Baltasar, Ella og Kristófer að kveðjast í Keflavík.
Er ennþá með heilann helling af myndum sem ég á eftir að setja í albúm og geri það væntanlega á næstunni. Það var sjaldan dauð stund hjá okkur og alveg hellingur sem við gerðum á þessum stutta tíma.
Ella fær RISA knús frá okkur fyrir það að hafa lánað okkur bílinn sinn allan tímann, en án hans hefði ferðin ekki verið sú sama. Allt annað líf að vera svona frjáls ferða sinna. Takk fyrir okkur elskan :o*
Og Addý fær líka risa knús fyrir að sækja okkur á völlinn og hjálpa okkur að koma öllum á óvart :o*
Annars þökkum við öllum góðar móttökur og góðar stundir saman!
Knús og kossar,
Andrea og Kristófer.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Velkomin "heim" aftur!
y'all come back.. you hear!!!
Rosa flottar ÍSLENSKAR myndir af ykkur. Skemmtilegar svona náttúrumyndir og ekki skemmir það þegar það er íslensk náttúra.
Kv, Fanney
ejhæ hó :D.. verð að afsaka það að hafa ekkert kvittað her uppá síðkastið þar sem skólabækurnar eru mínu bestu vinir nú á dögum:/.. en það var geðveikt að fá ykkur í heimsókn :D komin tími til ;) .. en until next time kossar og knús .. kv rúna ;*
Skrifa ummæli