fimmtudagur, júní 29, 2006

HM í fótbolta og Ég

Ég fór að hugsa um það um daginn, hvernig lífið hefur breyst hjá manni síðustu fjögur árinn. Ég skrifaði um daginn hvernig/hvar maður var þegar síðasta HM var og langar að líta aðeins yfir síðustu árin sem HM hefur verið í gangi...

1974 í Þýskalandi - Þýskaland Sigurvegarar

Ég fæðist, og er víst órólegur í nokkra mánuði á eftir. Ég er núna búinn að komast að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því, fyrst að læknarnir gátu ekkkert fundið að mér, að ég hafi verið fúll yfir því að engum datt í hug að kveikja á sjónvarpinu og hafa HM í gangi. Ég s.s. missti af þeirri keppni.

1986 í Mexikó - Argentína Sigurvegarar

Ég man eftir að hafa haldið uppá 12 ára afmælið mitt heima á Völusteinsstrætinu og boðið öllum vinunum í afmælið. En "Partíið" var einfaldlega að koma saman, borða gómsætar kökur sem mamma bakaði og horfa á HM. Man sérstaklega eftir Hendi guðs sem Maradonna notaði til að skora á Englendingana.

1990 á Ítalíu - Þýskaland Sigurvegarar

Tímamót hjá mér. Ég var farinn að kynnast tölvunni og fannst þetta nú ansi spennandi kostur, þar sem ég hafið verið að vinna hjá Pabba í vélsmiðjunni og hafi nú aldrei mikinn áhuga á því og var alveg sérléga lélegur í öllu sem þar átti að gera, nema kannski að sópa. En lærði þar svolítið sem hefur alltaf setið í mér. Vinnusiðgæði sem pabbi var duglegur að stimpla í mig og líka svolítið sem hann sagði við mig... "Aldrei að gefa vinnuna sína". Mér bauðst um sumarið að fara með Mömmu og Pabba og Fjólu systur til Ítalíu og vera á nokkrum HM leikjum... En ég valdi, eins og frægt er orðið, í minni fjölskyldu a.m.k., að fá frekar tölvu í afmælisgjöf.

1994 í Bandaríkjanum - Braselía Sigurvegarar

Man ekkert mikið eftir þessari, líklega vegna þess að þá var ég að ganga í gegnum djamm og djús tímabilið mitt. Ég var duglegari á pöbbunum frekar en í skólunum.... en nóg um það.

1998 í Frakklandi - Frakkland Sigurvegarar

Þetta var mjög merkilegt ár í mínu lífi. Kristófer fæðist á 17. Júní, í miðri HM. Og síðan er skírnin haldinn á sama dag og úrslitaleikurinn. Braselía og Frakkland að spila. Var víst rosalegur leikur, en ég sá hann ekki þar sem við vörum að ganga frá eftir skírnarveisluna á meðan hann var. Ég hafði samt tekið hann upp og hlakkaði nú til að fara heim og horfa á hann. En þegar ég er að ganga inn í íbúðina sem við vorum með á þeim tíma, hjá Ömmu hennar Andreu á Hörpugötunni, þá hringir elsku mamma og eitt það fyrsta sem hún segir í símanum er "Jæja, frakkar höfðu þetta"... Ég grét í símanum, eða svona næstum því. Þess ber líka að geta að Kristófer var líka órólegur í nokkra mánuði eftir fæðingu, grét þegar hann var vakandi og vildi helst bara sofa þegar við fórum með hann í bílinn að rúnta með hann. Ég vil halda að það sé af sömu ástæðum og pabbi hans, hann var að missa af HM.

2002 í Kóreu og Japan - Braselía Sigurvegarar

Þegar þessi keppni var í gangi var ég að byrja í nýrri vinu í Miami, Florida. Ég held ég hafi séð 1 leik, og það var yfir morgunmat með Morten, á einhverjum veitingastað nálægt vinnu, í miðbæ Miami. Ég var sjálfur svo spenntur yfir því að vera að fara að flytja í sólskinsparadís að ég var lítið að spá í þessari keppni. En man að USA náði góðum árangir, töpuðu að lokum fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrlitunum.

2006 í Þýskalandi - ?? Sigurvegarar

Þá er maður fluttur til Lawrenceville, New Jersey og hef horft á alla nema 2 leiki held ég. Ég missti af þeim bara af því ég fór að kaupa nýja bílinn okkar. En það var alveg þess virði. Við fjölskyldan erum orðinn mjög ánægð hérna, ekki að við höfum ekki verið það fyrir, en allt í einu erum við kominn með gommu af vinum hérna. Fjölskyldur frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalu og USA svo nokkuð sé nefnt.... Hmm... allir frá þjóðum sem hafa verið á HM, ætli það sé ekki bara tilviljun.

Mér hlakkar rosalega til ársins 2010 til að sjá hvar maður verður staddur í lífinu á þeim tíma, kannski kominn með annað barn, búinn að kaupa sér hús hérna... hver veit. Og auðvitað að sjá HM aftur þá.

mánudagur, júní 26, 2006

föstudagur, júní 23, 2006

Nýji bíllinn okkar...



Við skelltum okkur á þennan bíl í dag. Búin að losa okkur við gamla góða Galantinn og kominn á þennan. Nissan Murano SL 2006.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Stiklað á stóru...

"HÆTTESSU MAMMA! You´ll cramp my style!!!"
Þetta sagði Kristófer við mig í dag þegar ég rótaði í hárinu hans :)

Ekki byrjar sumarfríið vel hjá Kristófer. Hann er hérna heima sárlasinn greyið. Með hita, kvef og eyrnabólgu...um HÁ SUMAR takk fyrir! Já það er frekar fúlt að vera fastur innifyrir þegar úti er 40 stiga hiti, sól og blíða. Við fórum með hann til læknis, strax í gærmorgun, um leið og kvefið gerði vart við sig og fengum sýklalyf. Hann er með hita núna, en þetta ætti nú ekki að standa lengi yfir fyrst hann er kominn á lyf. Það er eins gott því að afmælisveislan hans er um næstu helgi!

Annars er bara búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur félagslega, góð tilbreyting það. Við erum búin að kynnast alveg helling af fólki undanfarið. Það er meira að segja farið að detta hingað inn fólk í kaffi og heimsókn, ég hélt að væri nú bara sér-Íslenskt fyrirbæri en svo er nú víst ekki. Svo á góðum kvöldum eru krakkar úr hverfinu, og foreldrar þeirra, farnir að mæta hérna fyrir utan hjá okkur og svo leika þeir sér saman frameftir og foreldrarnir kjafta saman. Hrikalega næs!

Jæja við erum loksins búin að fá bílinn aftur úr viðgerð. Kallinn sem gerði við hann lofaði því að nú ætti þetta að vera komið í gott stand og ætti ekki að klikka, annars mættum við eiga bílinn hans. Sjáum til með það. Við erum bara að spá í að fara að losa okkur við hann áður en það kemst einhver reynsla á það. Við erum alveg komin með uppí kok á þessu veseni. Emmi er komin alveg á fullt að skoða nýja bíla, vill bara fá svoleiðis, og það helst í gær. Við eigum bara svo rosalega erfitt með að koma okkur saman um tegund á bíl. Sá eini sem við erum bæði hrifin af er Nissan Murano. Annars langar mig bara í einhverja milljóna bíla eins og t.d. Hummer (sko litla nýja týpan:) Lexus eða Benz jeppa... og já, og mér finnst líka Porche Cayenne jeppinn rosa kjút :) Hahaha...það kostar ekkert að láta sig dreyma!

Helgin hjá okkur var alveg meiriháttar. Á föstudaginn var síðasti skóladagurinn hans Kristófers. Eftir skóla kom Carlson vinur hans Kristófers í "sleepover". Daginn eftir, 17. júní, byrjuðum við á því að fara í sund, svo um leið og við komum heim fylltist hér allt af strákum. Þeir fengu svo að vera hérna í smá tíma og leika sér þangað til við skelltum okkur í mini-golf. Eftir það skutluðum við svo Carlson heim til sín. Kristófer fékk svo að velja stað til að fara út að borða á. Hann vildi náttúrulega fá afmælissöng og klapperí svo að Chilli´s varð fyrir valinu. Við ætluðum að fara svo í bíó að sjá Cars en afmælisbarnið var alveg búið á því og vildi bara fara heim að sofa. Honum varð nú ekki að ósk sinni því að vinir hans biðu eftir honum fyrir utan hjá okkur, þegar við komum heim og náðu að draga hann út að leika. Held að ég hafi aldrei séð Kristófer sofna svona fljótt eins og þetta kvöld.
Á sunnudaginn komu svo Eggert, Ása og strákarnir til okkar í mat. Ákváðum að hafa páska hangikjötið sem við áttum í frystinum...namminamm! Þau mættu hingað hlaðin gjöfum, já það var bara á alla línuna takk fyrir! Takk elsku fjölskylda fyrir okkur, þetta var alltof mikið!!!

Langar svona í restina að koma á framfæri þökkum fyrir allar gjafirnar, kveðjurnar, símhringingarnar og sendingarnar sem strákarnir fengu á afmælunum sínum. XOXO


Kveðja úr hitanum! (*mont mont*)
NJ-Gengið.

Ps. fleiri nýjar myndir í Júní albúminu!

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jeii og jibbí jei...



það er kominn 17. júní!
Þessu bráðskemmtilegi og myndarlegi ungi drengur á afmæli í dag!
Elsku Kristófer okkar, innilegar hamingjuóskir með 8 ára afmælið.
Endalausir afmælis kossar og knús,
Mamma og Pabbi.

Ps. Vorum að setja inn slatta af nýjum myndum! Tími til kominn :)

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hann á afmæli í dag...

Afmæli!
Emmalingurinn okkar á afmæli! Og svona til að fara út í smáatriði þá er hann 32 ára í dag. Til hamingju með daginn Emmi...við elskum þig!
:o*
Milljón afmælis kossar og knús,
Adda og Krissi Ljón.

föstudagur, júní 09, 2006

HM 2006

VARÚÐ VARÚÐ ÞETTA BLOG ER EINGÖNGU ÆTLAÐ ÞEIM SEM HAFA ÁHUGA Á KNATTSPYRNU. EKKI ER MÆLT MEÐ ÞVÍ AÐ AÐRIR LESI ÞAÐ. HAUSAR GÆTU SPRUNGIÐ ÚR LEIÐINDUM.

Þá er komið að því, HM 2006 byrjar í dag. Ég er búinn að bíða eftir þessu með mikilli eftirvæntingu og hlakkar rosalega til.

Síðast, árið 2002, var ég í Florida og þá var mjög erfitt að fylgjast með þessu. Sérstaklega þar sem að þetta var næstum hvergi sýnt og ég var að byrja í vinnunni þar og flytjast búferlum og mikið að gera. En það verður gert upp núna, ég er búinn að koma mér upp sjónvarpi og Vídeói niðri á skrifstofu hjá mér og verður þetta bara í gangi hjá mér á meðan ég vinn, eða ég tek þá upp ef ég þarf að fara eitthvað, eins og í dag. Ég þarf að skreppa á fund uppí Long Island í dag kl. 1, en leikurinn hérna byrjar kl 12. Þetta er komið á timer samt og verður tekið upp.

Síðan er það morgun-dagurinn, England að spila við Ekvador... Peter Crouch ætti að vera í byrjunarliðinu og ef ekki, þá er það nú algjört hneyksli. Ég sé alveg fyrir mér að hann eigi eftir að slá í geng á þessu móti og koma út úr þessu sem nýjasta hetja Englendinga. En Wayne Rooney er orðinn hress og er það ekkert nema gott. Ef ég væri Sven, myndir ég samt geyma hann þar til þeir eru búnir með hópinn, auðvitað komast þeir upp úr honum, það er ekki nein spurning.

nóg í bili, en ætli ég reyni ekki að blogga þegar merkilegir hlutir gerast á mótinu, eins og að Þýskaland tapi opnunarleiknum... kannski.

HM Kveðjur,
Elmar

miðvikudagur, júní 07, 2006

Unglambið hann pabbi á afmæli í dag...

Elsku pabbi/tengdapabbi/afi!
Innilegar hamingjuóskir með stórafmælið í dag!
Vildum óska þess að við gætum verið með þér á laugardaginn og fagnað með þér. En við höldum bara aðra veislu í haust þegar þú vonandi kemur í heimsókn til okkar. Lofa að hrista eins og eina massífa Betty Crocker fram úr erminni handa þér með alveg helling af kertum á :)
Farðu vel með þig!
Kossar og Knús,
Adda, Emmi og Krissi.
Það er búið að vera alveg kreisí að gera hjá okkur undanfarið, maður hefur varla haft tíma til að setjast niður og blogga. En það er nú bara eins og það er, alveg í siðasta sæti hjá manni. Sorrý! Við höfum líka oft verið við það að hætta þessu og svo hættir maður við að hætta, og tekur góðar rispur inná milli.

Mig langar að byrja á að óska Essý til hamingju með afmælisdaginn í gær! Gekk um með hnút í maganum í allan gærdag, var með yfirþyrmandi tilfinningu að ég væri að gleyma einhverju og jú, í dag áttaði ég mig á því...Essý átti afmæli. Vona að þú hafir átt góðan dag þó svo að dagsetningin hafi verið heldur krípó, 06.06.06 :)

En allavega, þá er búið að ganga frá afmælispartý fyrir Kristófer þann 25 júní nk. Laser Tag var það heillin! Ég man nú þá dagana þegar það var alveg málið að eiga svoleiðis apparat. Minnir að Ella systir hafi fengið svona græjur í jólagjöf fyrir 100 árum og verið ekkert smá ánægð með það.

Þetta leit nú ekki vel út í fyrstu hjá mér því það virtist bara vera tvennt í boði: föndur partý hjá Triangle (blee...boring) eða geiðveikis partý hjá Chuck´e Cheese (fæ grænar við tilhugsunina). Svo þið getið ímyndað ykkur gleðina á heimilinu (og þá ekki bara hjá afmælisbarninu ;) yfir því að finna þennan stað.

Það er búið að vera heilmikið að gera í skólanum hjá Kristófer uppá síðkastið. Ég er "classroom-mom" eins og það kallast hérna og er því búin að vera mikið í skólanum uppá síðkastið til að skipuleggja og hjálpa til. Það var pikknikk í síðustu viku og svo annað á morgun. Svo hafa verið tónleikar, vettvangsferðir, partý og föndur. Og ég þarf að mæta í skólann amk 4 sinnum áður en honum lýkur þann 16 júní.

Ása og Eggert buðu okkur í grill um síðustu helgi. Það var alveg æðislegt, alltaf gaman að kíkja til þeirra. Helgina áður var líka grill hjá John og Lisu. Svo var Doreen (þýsk vinkona) að tala um að bjóða okkur í grill á næstunni. Það er alltaf verið að núa manni það um nasir hversu æðislegt það er að eiga grill :) Finnst nú helvíti hart að banna fólki að vera með grill hérna og skaffa svo ekki einusinni aðstöðu með kolagrillum, eins og er yfirleitt í þessum hverfum. Eitt er amk alveg á hreinu, þegar við flytjum í okkar eigið húsnæði verður keypt eitt af þessum RISA (macho) amerísku gasgrillum og svo haldið grillpartý ársins með tilheyrandi Tikibar og eldgleypum...ok ok allavega verður grillað grimmt, fæ að sjá til með hitt.

Fjandans bílskrjóðurinn okkar er búin að vera með stæla við okkur uppá síðkastið. Fengum það staðfest í dag að loftræstingin væri farin... í fjórða skiptið á mjög stuttum tíma. Svo að næsti laugardagur verður bíllaus AFTUR! Við værum ábyggilega löngu búin að endurnýja ef við bara gætum komið okkur saman um hvaða bíl við ættum að fá okkur. Höfum ekki enn fundið þennan sem við föllum bæði fyrir...hann er einhverstaðar, ég er alveg viss um það!