VARÚÐ VARÚÐ ÞETTA BLOG ER EINGÖNGU ÆTLAÐ ÞEIM SEM HAFA ÁHUGA Á KNATTSPYRNU. EKKI ER MÆLT MEÐ ÞVÍ AÐ AÐRIR LESI ÞAÐ. HAUSAR GÆTU SPRUNGIÐ ÚR LEIÐINDUM.
Þá er komið að því, HM 2006 byrjar í dag. Ég er búinn að bíða eftir þessu með mikilli eftirvæntingu og hlakkar rosalega til.
Síðast, árið 2002, var ég í Florida og þá var mjög erfitt að fylgjast með þessu. Sérstaklega þar sem að þetta var næstum hvergi sýnt og ég var að byrja í vinnunni þar og flytjast búferlum og mikið að gera. En það verður gert upp núna, ég er búinn að koma mér upp sjónvarpi og Vídeói niðri á skrifstofu hjá mér og verður þetta bara í gangi hjá mér á meðan ég vinn, eða ég tek þá upp ef ég þarf að fara eitthvað, eins og í dag. Ég þarf að skreppa á fund uppí Long Island í dag kl. 1, en leikurinn hérna byrjar kl 12. Þetta er komið á timer samt og verður tekið upp.
Síðan er það morgun-dagurinn, England að spila við Ekvador... Peter Crouch ætti að vera í byrjunarliðinu og ef ekki, þá er það nú algjört hneyksli. Ég sé alveg fyrir mér að hann eigi eftir að slá í geng á þessu móti og koma út úr þessu sem nýjasta hetja Englendinga. En Wayne Rooney er orðinn hress og er það ekkert nema gott. Ef ég væri Sven, myndir ég samt geyma hann þar til þeir eru búnir með hópinn, auðvitað komast þeir upp úr honum, það er ekki nein spurning.
nóg í bili, en ætli ég reyni ekki að blogga þegar merkilegir hlutir gerast á mótinu, eins og að Þýskaland tapi opnunarleiknum... kannski.
HM Kveðjur,
Elmar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Góða skemmtun á "mini"jólunum...
Ása.
p.s. við Andrea verðum bara í mollinu ;)
Du bist krank im kopf.
Brunhild
Já það er rétt hjá þér Brunhild, hann verður oftast krankí þegar hann þarf að nota koppinn :)
Ása...I´m game! :)
Þú ert sko algjör Sven! Áfram Svíþjóð ú á England!
Ja áfram med det vaselinet.
Mhúahahahahaha, Heidi
Hakka lakka likki lá
eigi er því að leyna
Elmar HM horfir á
og liggur milli hleina.
Emmi inní sjónvarpið fór,
eftir stendur kassinn.
kom hann þó út eftir bjór,
er usa rann á rassinn.
Frúin reynir hvað sem er,
karlinn vill sér nær.
þó hún standi hér allsber,
HM athyglina fær.
Dagana nú hún telur niður,
tíu, níu, átta.
því það er daglegur siður,
að hún fari ein að hátta.
Hahaha næst tökum við þátt í "ömurlegasta ljóð ársins" keppninni á ísl og vinnum hana.
Skrifa ummæli