Ég fór að hugsa um það um daginn, hvernig lífið hefur breyst hjá manni síðustu fjögur árinn. Ég skrifaði um daginn hvernig/hvar maður var þegar síðasta HM var og langar að líta aðeins yfir síðustu árin sem HM hefur verið í gangi...
1974 í Þýskalandi - Þýskaland Sigurvegarar
Ég fæðist, og er víst órólegur í nokkra mánuði á eftir. Ég er núna búinn að komast að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því, fyrst að læknarnir gátu ekkkert fundið að mér, að ég hafi verið fúll yfir því að engum datt í hug að kveikja á sjónvarpinu og hafa HM í gangi. Ég s.s. missti af þeirri keppni.
1986 í Mexikó - Argentína Sigurvegarar
Ég man eftir að hafa haldið uppá 12 ára afmælið mitt heima á Völusteinsstrætinu og boðið öllum vinunum í afmælið. En "Partíið" var einfaldlega að koma saman, borða gómsætar kökur sem mamma bakaði og horfa á HM. Man sérstaklega eftir Hendi guðs sem Maradonna notaði til að skora á Englendingana.
1990 á Ítalíu - Þýskaland Sigurvegarar
Tímamót hjá mér. Ég var farinn að kynnast tölvunni og fannst þetta nú ansi spennandi kostur, þar sem ég hafið verið að vinna hjá Pabba í vélsmiðjunni og hafi nú aldrei mikinn áhuga á því og var alveg sérléga lélegur í öllu sem þar átti að gera, nema kannski að sópa. En lærði þar svolítið sem hefur alltaf setið í mér. Vinnusiðgæði sem pabbi var duglegur að stimpla í mig og líka svolítið sem hann sagði við mig... "Aldrei að gefa vinnuna sína". Mér bauðst um sumarið að fara með Mömmu og Pabba og Fjólu systur til Ítalíu og vera á nokkrum HM leikjum... En ég valdi, eins og frægt er orðið, í minni fjölskyldu a.m.k., að fá frekar tölvu í afmælisgjöf.
1994 í Bandaríkjanum - Braselía Sigurvegarar
Man ekkert mikið eftir þessari, líklega vegna þess að þá var ég að ganga í gegnum djamm og djús tímabilið mitt. Ég var duglegari á pöbbunum frekar en í skólunum.... en nóg um það.
1998 í Frakklandi - Frakkland Sigurvegarar
Þetta var mjög merkilegt ár í mínu lífi. Kristófer fæðist á 17. Júní, í miðri HM. Og síðan er skírnin haldinn á sama dag og úrslitaleikurinn. Braselía og Frakkland að spila. Var víst rosalegur leikur, en ég sá hann ekki þar sem við vörum að ganga frá eftir skírnarveisluna á meðan hann var. Ég hafði samt tekið hann upp og hlakkaði nú til að fara heim og horfa á hann. En þegar ég er að ganga inn í íbúðina sem við vorum með á þeim tíma, hjá Ömmu hennar Andreu á Hörpugötunni, þá hringir elsku mamma og eitt það fyrsta sem hún segir í símanum er "Jæja, frakkar höfðu þetta"... Ég grét í símanum, eða svona næstum því. Þess ber líka að geta að Kristófer var líka órólegur í nokkra mánuði eftir fæðingu, grét þegar hann var vakandi og vildi helst bara sofa þegar við fórum með hann í bílinn að rúnta með hann. Ég vil halda að það sé af sömu ástæðum og pabbi hans, hann var að missa af HM.
2002 í Kóreu og Japan - Braselía Sigurvegarar
Þegar þessi keppni var í gangi var ég að byrja í nýrri vinu í Miami, Florida. Ég held ég hafi séð 1 leik, og það var yfir morgunmat með Morten, á einhverjum veitingastað nálægt vinnu, í miðbæ Miami. Ég var sjálfur svo spenntur yfir því að vera að fara að flytja í sólskinsparadís að ég var lítið að spá í þessari keppni. En man að USA náði góðum árangir, töpuðu að lokum fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrlitunum.
2006 í Þýskalandi - ?? Sigurvegarar
Þá er maður fluttur til Lawrenceville, New Jersey og hef horft á alla nema 2 leiki held ég. Ég missti af þeim bara af því ég fór að kaupa nýja bílinn okkar. En það var alveg þess virði. Við fjölskyldan erum orðinn mjög ánægð hérna, ekki að við höfum ekki verið það fyrir, en allt í einu erum við kominn með gommu af vinum hérna. Fjölskyldur frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalu og USA svo nokkuð sé nefnt.... Hmm... allir frá þjóðum sem hafa verið á HM, ætli það sé ekki bara tilviljun.
Mér hlakkar rosalega til ársins 2010 til að sjá hvar maður verður staddur í lífinu á þeim tíma, kannski kominn með annað barn, búinn að kaupa sér hús hérna... hver veit. Og auðvitað að sjá HM aftur þá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli