Greyið "litli" strákurinn okkar. Hann er orðinn veikur. Kominn með Streptakoka aftur.
Hann er á svo miklum bömmer því þetta átti að vera frábær helgi fyrir hann. Það er Halloween partý í kvöld sem hann missir af, Íslensku skóli á morgun, og annað partý á sunnudaginn og fótboltinn á laugardaginn og sunnudaginn... Hann er búinn að vera mjög niðurdreginn í allan dag.
Svo til að bæta gráu ofan á svart er Andrea líka veik. Líklega komin með flensu þessi elska. Þannig að þau liggja núna bæði í sitt hvorum sófanum og geta sig varla hreyft.
Þetta sem átti að vera skemmtileg helgi með miklu að gera, verður væntanlega eytt innandyra og ekki miklar hreyfingar, nema frá sófanum í rúmið :)
Ekki gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Æ ég trúi þessu ekki, oj en fúlt :o(
Já alveg glatað!
Hann sem var svooo spenntur fyrir helginni, sérstaklega Íslenskuskólanum. Er alveg búin að vera að telja niður í hann. Svo að við hittumst ekki mikið þessa helgina :(
Greyin mín :( sendi bata kveðju frá Englandi. kossar og knús
Æii greyin mín.
Aumingja lilli frændi að missa af þessu öllu. Vona að þið hressist fljótt.
Risa knús og kossar
Ella
En fúlt. Þessir streptakokar eru bara til vandræða. Bæði lasinn og lendir á helginni. Elmar verður að vera duglegur að elda kjúklingasúpu og síðan getið þið lesið "kjúklingasúpa fyrir sálina" bækurnar og þá líður ykkur kannski pínu betur. Allavegna segja þær gömlu í suðrinu að það eigi að virka. Já ég var spennt að heyra hvernig myndi vera í íslenskuskólanum. Vona að þið náið ykkur bæði fljótt og vel.
Bestu batakveðjur, Fanney
Skrifa ummæli