Sökum mikillar áskorunar síðastliðna daga (Heilir 2 búnir að skora á okkur) þá ákváð ég að skella í nokkrum fréttum af okkur.
Kristófer fór í Sleep-over núna á Laugardaginn. Hjá vini sínum, Oliver. Olvier býr í litlum bæ í Pennsylvaniu sem heitir Doylstown. Ferðin þangað átti að taka bara 40 mínutur eða svo, en við villtumst og vorum heila 2 tíma á leiðinni.
Mary, sem er mamma hans Olivers, bauð uppá heimatilbúna osta, Tómata úr garðinum og rauðvín og við borðuðum svokallað "Brunch" hjá henni. Það var alveg æðislega gott hjá henni.
Síðan um kvöldið fórum við út að borða með Eggerti og Ásu. En þá fórum við á mjög skemmtilegan stað í Princeton sem hét Camillo's Cafe. Sá staður var alveg frábær og fengum við mjög góðan mat þar og meiriháttar þjónustu. Eftir matinn var förinni síðan heitir á Triumph, sem er skemmtistaður í miðbæ Princeton. Fengum okkur bara 1 öllara þar og fórum síðan heim.
Annað í fréttum er að ég spilaði um daginn í hinum árlega Coaches game. En þar koma allir þjálfararnir saman og spila 1 leik í fótbolta. Mér gékk ágætlega, en liðið mitt tapaði 3-1. Ég spilaði meirihlutinn af leiknum, og skoraði eina mark okkar liðs.
Þetta er svona það helsta sem ég man í bili... Kannski það komi meira seinna.
Elmar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jæja það er nú mikið að maður sjái blogg fra ykkur. Im proud of you:D... þið takið þá (hitt liðið) bara næst:D en jamms gaman að heyra frá ykkur... verið dulló að blogga :D take care ;** kv rúna :D
Til hamingju með markið, þú hefur þetta enn í þér. Gaman að heyra aftur frá þér, ótrúlegt hvað ég er orðin háð síðunni þinni elsku bróðir. Takk fyrir myndirnar um daginn, Kristófer getur farið að ganga með tagl :) Þú ert búinn að fatta núna, geri ég ráð fyrir, hvað ég var að tala um um daginn að við myndum örugglega hittast á næsta ári í kringum 26 júlí. Ég hlakka svo til. kveðja frá mér og Tómasi xxx
Já, ég er búinn að fatta það Selma mín. Okkur hlakkar líka mikið til. Verður tilbreyting að fara frá USA í fríinu. Þegar kemur að því verða kominn um 4 ár síðan ég fór héðan síðast. Það er orðinn þá slatti.
Skrifa ummæli