Eins og súkkulaði fréttirnar hafi nú ekki verið nógu góðar fréttir, kemur eitthvað þessu líkt alveg til að toppa veru okkar hér.
Við vorum að fá bréf frá Utaríkisráðuneytinu þess efnis að það væri verið að fara af stað með Íslenskuskóla í New York. Skólinn á að byrja næstkomandi laugardag og verður annan hvern laugardag fram í Maí nk. Við vorum nú ekki lengi að skrá drenginn. Þó að þetta kosti okkur nokkuð ferðalag er okkur alveg sama. Okkur finnst það alveg þess virði að eyða öðrum hverjum laugardegi í þetta. Svo er bara að krossa fingur og vona að þátttkan verði nægileg svo þetta verði mögulegt.
Jahá og kirsuberið á toppinn...
það er líka búið að stofna nýtt Íslendingafélag í NY. Þeir ætla að hafa 3-4 skipulagðar samkomur á ári. Þorrablót, 17 hátíð og eitthvað fleira spennandi.
Ussssuss...maður þarf bara ekkert orðið að fara heim ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Græst ég er græn af öfund, no joke. Kv. Írena
Skrifa ummæli