fimmtudagur, október 26, 2006

Ég er að byrja í Fótbolta aftur

Sæl öll sem þetta lesa. Ég er með smá góðar fréttir handa ykkur. Loksins var haft samband við mig og mér boðið að ganga í áhugamanna fótbolta lið. Liðið heitir WWPSA Cosmos og er neðst í deildinni okkar, sem samanstendur af 6 liðum. Liðið hefur spilað 6 leiki og tapað þeim öllum. Við erum samt með 6 stig af því að í þessari deild er gefið stig fyrir að spila leikina, síðan 2 fyrir jafntefli og 4 fyrir sigur. Liðið hefur í þessum 6 leikjum fengið á sig 38 mörk og skorað aðeins 5.

Þetta ætti nú að geta orðið mjög gaman, þó svo að liðið virðist vera mjög lélegt. Ég vona bara að ég fái að spila í sókninni.

Fyrsti leikurinn minn verður á sunnudaginn kl 10:30 og verður spilað á velli sem hérna rétt hjá.

Óskið mér nú góðs gengis, ég skal láta ykkur vita hvernig gengur.

Heimasíðan hjá deildinni minni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var buin að skrifa comment í gær, langt og gott en það vildi ekki fara í gegn. Týpískt þegar maður hefur loksins eitthvað að segja. Jæja Elmar gangi þér rosavel í boltanum á morgun, þ.e.a.s. ef þú þarft ekki að hjúkkast heima yfir sjúklingunum. Sendi þeim batakveðju.