Rakst á þetta inná Gestgjafa síðunni og líst ekkert á blikuna...
Nú er illt í efni. Það kvað verða útlit fyrir súkkulaðiskort á næstu árum. Tveir ólíkir plöntusjúkdómar hafa lagst á kakóbaunarunna í Suður- og Mið-Ameríku að undanförnu og þegar hefur dregið úr kakóbaunaframleiðslu um 20% (á heimsvísu). Ef annarhvor sjúkdómurinn eða báðir berast til Afríku (Fílabeinsströndin er mesta kakóræktunarland heimsins), þá er voðinn vís. Sumir vilja bregðast við með því að rækta fram erfðabreyttar kakóbaunir sem eru síður næmar fyrir þessum sjúkdómum en gegn því er þó mikil andstaða. Allavega gæti farið svo að gæðasúkkulaði yrði enn meiri lúxusvara en nú er.
En talandi um súkkulaði...
Haldið þið að ég hafi ekki heldur betur dottið í lukkupottinn í gær. Fór í minn reglulega lambakjöts, smjör, skyr og ostaleiðangur í Whole Foods og hvað haldið þið það þeir séu farnir að selja þar? Nú.. hann Nóa Síríus vin minn! Bæði mjólkur- OG suðusúkkulaði takk fyrir. Svo það er ekki skortur á súkkulaði á þessu heimili... eins og er :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég trúi því ekki að þú getir keypt allann þennann íslenskan mat í US.Eiga íslendingar búðina? Enska lambakjötið er óætt.. jakki bjakki.
kv. Selma
Hæ hæ Selma.
Ég er nokkuð viss að þeir séu að fara/farnir að markaðssetja þessar matvörur í Bretlandi líka. Las það amk. að fyrst að þetta "Iceland Naturally" átak hefur gengið svona vel í US hefur verið ákveðið að gera samskonar markaðsátak í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.
Nei, það eru ekki Íslendingar sem eiga sjoppuna. Þeir selja eingöngu lífrænar matvörur og íslenska lambið og mjólkurvörurnar falla víst innan þess geira.
Er ekki einhver svoleiðis keðja í Bretlandi?
Ég myndi athuga hvort eitthvað af þessu leynist ekki þar.
Íslenska lambið er alveg sér á báti. Það er bara ekki samanburðarhæft. Annað er bara vont :)
Kíktu á þessa síðu:
http://wholefoodsmarket.com/UK//index.html
Kveðja,
Andrea.
Það liggur við að maður flytji úr norður í suður-jersey útaf þessu!!!
Já það er alveg æði að fá þetta hingað. Nú er bara að fá lakkrísinn og þá yrðum við agalega sátt :o)
Hey Erna, það er nóg af lausum íbúðum hérna í hverfinu ;o)
Skrifa ummæli