Flugið : Hræðilegt flug. Sætið mitt var líklega það eina í vélinni þar sem að headsettin virkuðu ekki og bakið haggaðist ekki heldur. Þannig að ég þurfti að skemmta sjálfum mér alla leiðina. Það var auðvelt fyrst klst þar sem ég var með góða bók, en síðan kláraði ég hana. Þá kom "maturinn", og ég set hann viljandi innan gæsalappa þar sem ég var ekki viss um hvað ég var að borða. En ég var það svangur að ég át allt sem var á bakkanum mínum.
Eftir matinn ákvað ég að leggja mig, þar sem ég hafið ekki náð nema svona 3 tíma svefni kvöldið áður, ég var líka í glugga sæti svo að ég gat notað hliðina á flugvélinni til að hvíla hausinn, og þó svo að ég gat ekki haggað bakinu, þá var ég fljótur að sofna. Ég vaknaði síðan eftir 15 mín og var ekki að fatta þennan stanslausa barning sem var í gangi í flugvélinni. Enginn annar virtist vera að ganga í gegnum eitthvað svipað. En þegar ég var almennilega vaknaður fattaði ég hvað var í gangi... það var víst mjög spennandi keppni í sætunum fyrir aftan mig, þar sátu 3 svíar, 1 fjölskylda, sem var að keppa í því hver var fljótastur að loka bakkanum og var æsingurinn orðinn mikill. Það var eina skiptið alla ferðina sem að bakið á sætinu mínu hreyfðist eitthvað. Ég bað þá um að hætta en þau virtust ekki skilja íslensku eða ensku, þannig að ég notaði alheimstungumálið og lét eins og ég væri andsettur og kastaði mér nokkrum sinnum aftur í sætið til að þau myndu nú skilja hvað ég vildi. Það gékk upp, þau hættu. En ég var orðinn vel vakandi núna. Með ekkert að lesa, og ekkert að hlusta á, og gat ekki sofnað aftur... Nú voru góð ráð dýr.
Ég tók þá ákvörðun að fara á klósetið... það var mjög spennandi :) Síðan sat ég afganginn af ferðinnni og reyndi að hugsa eitthvað skemmtilegt, notast við dagdraumana. Það gékk í smá stund en síðan sat ég bara og taldi sekúndurnar þar til að við vorum lent.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Pleasantly surprised this morning :) loksins byrjaður að blogga aftur Elmar minn. Hætti aldrei að kíkja á síðuna en þú komst mér á óvart í morgun. 40 stiga hiti hjá mér þannig að ég og Thomas höldum okkur mest inni. Skilaðu kveðju til Andreu og Kristófers. Kossar og knús frá Ítalíu
Frábært að fá aftur færslu á þessa síðu. Ég var orðinn ansi leiður á að sjá Áfram Ísland síðustu 5 mánuði.
Annars takk aftur fyrir góðan golfhring hérna á klakanum. Sjáumst vonandi fljótlega.
Kv.
Yngvi
Skrifa ummæli