þriðjudagur, september 25, 2007
Hef ekkert að blogga um...
Eins og ég sagði.... ekkert merkilegt :)
þriðjudagur, september 18, 2007
Afmæliskveðja
mánudagur, september 17, 2007
Eldfluga
Kristófer er kominn með eldflugu. Þessi sími er mjög einfaldur og hafa foreldrar algjöra stjórn á því hvaða númer hann getur hringt í . Það eru takkar þarna til að hringja í mömmu og pabba og svo má hafa allt að 20 númer í símaskránni. Við ákváðum að gefa honum þetta eftir vesenið með skóla-rútuna fyrsta daginn í skólanum.
Strax fyrsta daginn hringdi hann í mig þegar hann var á leiðinni heim í rútunni og ÖSKRAÐI í símann... "I AM OK". En við vorum búin að segja honum að þetta væri eingöngu til að róa okkur niður þegar hann lendir í svona fíaskói aftur :)
En síðan þá er hann ekki að hringja nema eitthvað komi uppá. Einu sinni var það að ég kom of seint út á stoppistöðina og var ekki þarna þegar hann kom út, þá hringdi hann í mig til að athuga hvar ég væri og það er gott að vita af þessu tæki með honum, bara svona just in case.
Annars var helgin róleg í þetta sinn. Við fórum í bíó á laugardaginn og sáum "I now Pronouce you Chuck and Larry" sem kom skemmtilega á óvart og var mikið hlegið. Kristófer spilaði fótbolta á bæði laugardaginn og sunnudaginn, vann á sunnudaginn 4-3 en tapaði sínum fyrsta leik á sunnudaginn 2-4. En ég er viss um að 2 leikmenn í sigurliðinu hafi verið a.m.k. 12 ára :)
Á Sunnudaginn var ég líka rúma 5 tíma að taka bílskúrinn í gegn og var ég mjög feginn þegar það var búið. Kristófer hjálpaði mér eftir bestu getu, en honum fannst nú skemmtilegra að vera í eldhúsinu með mömmu sinni að hjálpa henni að baka sjónvarpsköku... enda ekki nema von.
fimmtudagur, september 13, 2007
mánudagur, september 10, 2007
Góð Helgi
Síðan var farið í smá rúnt og keypt í veisluna sem ætluðum að halda á Sunnudaginn. Og þá var komið að því að sjá Íslendingana tapa ærlega fyrir Spánverjunum... en viti menn, við áttu alveg erindi þarna í leiknum og stóðu strákarnir sig vel. Ekki var það nú verra að 1 þeirra (Xabi Alonso, liverpool maður) var rekinn af velli á 20mín. Eftir það var eins og við hefðum fengið vítamínssprautu í rassinn og við náðum að skora. Öll fjölskyldan hérna fagnaði eins og við höfðum unnið HM.. a.m.k. EM :) En síðan datt liðinu í hug að reyna að verja bara í síðari hálfleik... það voru nú mistök. Enda náðu Spánverjarnir að jafna þegar aðeins 4 mín voru eftir... mikil synd það.
Á sunnudaginn var næsti leikurinn hjá Kristóferi og náðu þeir að vinna aftur, 4-1... glæsileg byrjun á leiktímabilinu :) Seinna um daginn héldu við svo grill veislu og heppnaðist hún mjög vel. Fengum 2 fjölskyldur í heimsókn, börnin voru úti að leika sér fram að mat og skemmtu sér konunglega. Síðan eftir mat var komið að fullorðna fólkinu og lékum við okkur í leikjatölvum, eða sátum úti á svölum að drykkju. Þetta var mjög gaman allt saman, og alveg frábær matur hjá Andreu, eins og vanalega. :)
Hvernig var helgin hjá ykkur?
föstudagur, september 07, 2007
Gangi ykkur vel á morgun
Þessi leikur er sýndur beint í sjónvarpinu hérna í USA. Við fjölskyldan ætlum að horfa á hann, það verður mjög gaman að geta séð lifandi myndir frá laugardagsvellinum og ætla ég bara rétt að vona að íslendingar fjölmenni nú á völlinn til að sýna kananum sem horfir á að við íslendingar kunnum að styðja við bakið á okkar mönnum. Ég veit það að ef ég væri staddur á Íslandi í dag, myndi ég vera á leiknum og draga með mér alla fjölskylduna.
Áfram Ísland og gangi ykkur vel á morgun.
miðvikudagur, september 05, 2007
Viðburðaríkur dagur
Ég fór heim og spurði Andreu hvort skólinn hefði hringt til að láta vita, en svo var ekki. Þannig að ég reyndi að hringja en það var ekki svarað, og ég skildi eftir skilaboð. Núna voru við orðinn virkilega áhyggjufull... Þannig að ég ákvað að keyra í skólann og Andrea ætlaði að vera heima til ef einhver myndi hringja. Um leið og ég var kominn í bílinn reyndi ég skólann aftur og núna svaraði. Ég fékk þær upplýsingar að Kristófer hefði verið skilinn eftir í skólanum ásamt 17-18 öðrum krökkum, og að rútann væri á leiðinni að ná í hann ásamt þeim öllum. Ég spurði hvort hún gæti staðfest það að Kristófer væri í raun kominn um borð í rútuna og að hún væri farinn af stað... hún sagðist ekki geta það þar sem það væri alveg hinu meginn í húsinu (Einmitt kerling, ekki hreyfa þig of mikið... þú bara týndir barninu mínu). Þannig að ég hringdi í Andreu og sagði henni fréttirnar og hún fór á stoppistöðina ef hann skyldi koma þangað, og ég hélt áfram í skólann.
Þegar ég kom þangað, sá ég stórann hóp af krökkum standandi og bíðandi eftir rútum sínum. 1 Rúta var þarna og ég tékkaði hvaða rúta það var, og það var rútan hans Kristófers. Ég fór inn í hana og náði í hann. Þegar hér er komið við sögu var virkilega farið að sjóða á mér. Ég fór og talaði við konuna sem átti að sjá um að allir færu í sínar rútur og spurði hvað hefði gerst. Hún sagðist ekki vera viss hvað kom uppá (Mjög traustvekjandi), þannig að ég spurði af hverju hefði ekki verið hringt í okkur til að láta vita að Kristófer hefði verið skilinn eftir. Hún svaraði : "I could not leave here, I have 900 kids to look after". Ég svaraði henni því að ég ætti bara 1 krakka en myndi gjarnan vilja fá hann heim á hverjum degi... eða a.m.k. vita hvar hann er ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þegar ég lét Andreu vita af því að ég væri kominn með hann, þá gat hún miðlað fréttunum til hinna foreldrana sem voru þarna að bíða eftir börnunum sínum á okkar stoppistöð. Þau voru öll jafn hneiksluð á þessu og við. Allir sögðust ætla að hringja í alla og gera allt vitlaust... sjáum svo bara til með hvernig það fer.
Þetta er alveg skiljanlegt að svona getur komið fyrir, en hafa ekki manndóm í sér að hringja í foreldrana til að láta vita þegar svona kemur fyrir er alveg hreint fáránlegt og nær ekki nokkri átt. Við vorum á tímabili alveg að farast úr áhyggjum. að vita ekki hvar barnið manns er niðurkomið er hræðileg tilfinning og ég mæli ekki með því, sérstaklega ekki hérna í USA.
Það sem mér fannst líka alveg frábært, það var alveg sama við hvern ég talaði, enginn vildi bara ábyrgð á því sem fór úrskeiðis. Allir bentu á einhvern annan. Kann fólk ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum hérna í þessu skólakerfi eða hvað?
Þetta var svona það helsta sem kom uppá á fyrsta skóladeginum hjá honum Krissa okkar. Hann sagði mér seinna að hann hefði verið svolítið smeikur og ekki skilið hvað var að taka svona langan tíma, það leið nefnilega 90 mín. frá því að skólinn var búinn og þar til að hann komst loksins heim....
Hvernig gékk svo hjá ykkar börnum :)
þriðjudagur, september 04, 2007
Skólinn að byrja
Kennarinn hans Kristófers er Ms. Harrell. Við fórum í síðustu viku og fengum að skoða bekkinn hans og hitta kennarann aðeins. Þetta er ung stelpa, ekki eldri en svona 22 ára. Hún virðist vera mjög hress og, eins og Andrea orðar það, bubbly. Kristófer er a.m.k. hrifin af henni.
Íþróttakennarinn hans er Mr. Boggs, en Kristófer þekkir hann líka frá Soccer Camp sem hann hefur stundað a.m.k. 2 sumur. Annað sem breytist er skólatíminn. Hann verður núna í skólanum frá 8:35 til 15:35, fer með rútunni kl 7:58 og ætti að koma um kl 16:00 heim. Þetta verður nú langur dagur hjá greyinu og maður vorkennir honum að fara að læra heima eftir svona langan dag. Þetta eru rúmlega 8 tímar frá því að hann tekur rútna á morgnana þar til hann er kominn heim í eftirmiðdaginn. Ég veit ekki, ég er kannski að gera of mikið úr þessu en hvað finnst ykkur, eru meira en 8 tímar af skóla ekki rosalega mikið fyrir 9 ára strák?
Mig langar að vita hvað ykkur finnst... skiljið eftir comment.