mánudagur, september 10, 2007

Góð Helgi

Síðast helgi var mjög skemmtileg. Á laugardaginn byrjaði fótboltinn hjá Kristóferi, hann stóð sig príðilega og var aftasti maður í vörninni í 2 leikhluta, á miðjunni 1 og í marki 1 leikhluta. En leikirnir hérna skiptast upp í fjóra 15 mínuta leikhluta. Liðið hans vann 4-0 og er hann strax kominn með 1 fleiri sigur en í fyrra þegar liðið hans tapaði hverjum einasta leik.
Síðan var farið í smá rúnt og keypt í veisluna sem ætluðum að halda á Sunnudaginn. Og þá var komið að því að sjá Íslendingana tapa ærlega fyrir Spánverjunum... en viti menn, við áttu alveg erindi þarna í leiknum og stóðu strákarnir sig vel. Ekki var það nú verra að 1 þeirra (Xabi Alonso, liverpool maður) var rekinn af velli á 20mín. Eftir það var eins og við hefðum fengið vítamínssprautu í rassinn og við náðum að skora. Öll fjölskyldan hérna fagnaði eins og við höfðum unnið HM.. a.m.k. EM :) En síðan datt liðinu í hug að reyna að verja bara í síðari hálfleik... það voru nú mistök. Enda náðu Spánverjarnir að jafna þegar aðeins 4 mín voru eftir... mikil synd það.
Á sunnudaginn var næsti leikurinn hjá Kristóferi og náðu þeir að vinna aftur, 4-1... glæsileg byrjun á leiktímabilinu :) Seinna um daginn héldu við svo grill veislu og heppnaðist hún mjög vel. Fengum 2 fjölskyldur í heimsókn, börnin voru úti að leika sér fram að mat og skemmtu sér konunglega. Síðan eftir mat var komið að fullorðna fólkinu og lékum við okkur í leikjatölvum, eða sátum úti á svölum að drykkju. Þetta var mjög gaman allt saman, og alveg frábær matur hjá Andreu, eins og vanalega. :)
Hvernig var helgin hjá ykkur?

Engin ummæli: