Íslenska landsliðið í fótbolta tekur á móti Spáni á morgun í undankeppni Evrópumótsins. Þetta verður án efa mjög erfiður leikur fyrir strákana okkar, en ég hef fulla trú á að þeir eiga eftir að koma frá þessu mjög stoltir. Ég held nú að Spánverjarnir eigi eftir að vinna leikinn en ég vona bara að það verði ekki með neitt miklum mun.
Þessi leikur er sýndur beint í sjónvarpinu hérna í USA. Við fjölskyldan ætlum að horfa á hann, það verður mjög gaman að geta séð lifandi myndir frá laugardagsvellinum og ætla ég bara rétt að vona að íslendingar fjölmenni nú á völlinn til að sýna kananum sem horfir á að við íslendingar kunnum að styðja við bakið á okkar mönnum. Ég veit það að ef ég væri staddur á Íslandi í dag, myndi ég vera á leiknum og draga með mér alla fjölskylduna.
Áfram Ísland og gangi ykkur vel á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli