mánudagur, október 29, 2007

Meiðslin okkar

Þetta er nú alveg fáránleg óheppni hjá okkar mönnum. 2 af þeim sem komu aftur inn í liðið eftir meiðsli eru meiddir aftur. Og hvorugur með sömu meiðslin. Hversu óheppnir getum við orðið.

Hver ætli verði í miðjunni um næstu helgi? Ef það eru Momo þá er illt í efni. Ég vil fara að losna við hann úr liðinu. Hann missir boltan alltof oft og nær mjög sjaldan að klára sendingarnar sínar. Hann er góður og tækla menn og ná af þeim boltanum, en síðan gefur hann andstæðingunum bara bolta aftur eins og ekkert sé sjálfsagðara. Annaðhvort þarf hann að fara að bæta sig eða við þurfum að losa okkur við hann. Þetta gengur ekki svona.

Annað í fréttum er að ég er á leiðinni til Íslands... mjög stutt viðkoma að vísu, en samt. Ég kem á föstudagsmorgun og fer aftur á Sunnudags eftirmiðdegi. Ég kem til með að gista hjá Mömmu og Pabba í verkalýðsíbúðinni.

sunnudagur, október 28, 2007

Þið 13 sem að kusu

Aðeins 1 af þeim sem að tóku þátt í skoðunarkönnuninni hafði rétt fyrir sér. En ég vil heyra frá ykkur öllum um hvernig ykkur fannst leikurinn?

Ég er persónulega fúll þar sem að, þó svo að Arsenal hafi verið betra liðið, þá fannst mér markið frekar ódýrt sem þeir skoruðu. Ég er ennþá fúlari yfir að vera í sjötta sæti núna.

ANDSKOTINN

Djöfull munaði litlu!

Svo sem sanngjarnt, en samt... mjög svekkjandi. A.m.k. skoraði Hyypia ekki sjálfsmark. En Torres og Alonso aftur meiddir... þetta er ekki nógu gott.

Ég spái því núna að Arsenal muni vinna deildina, en Liverpool verður í 3ja aftur.

Hálfleikur

Það er hálfleikur hjá Liverpool og Arsenal og staðan er 1-0 fyrir okkur. Gerrard skoraði glæsilegt mark á sjöundu mínútu og síðan hefur Arsenal spilað mjög vel og næstum búin að jafna a.m.k. tvisvar. Torres byrjaði inná en það lítur út fyrir að hann fara út af í hálfleik með meiðsli. Þá fáum við Crouch inná. Ekki verra... öðruvísi, en ekki verra.

Áfram Liverpool og vonandi náum við að halda þetta út.

YOU WILL NEVER WALK ALONE.

fimmtudagur, október 25, 2007

Liverpool

Það hefur gengið upp og ofan hjá Liverpool þessa dagana. Við erum búnir að tapa 2 leikjum í meistaradeildinni þetta árið og ekki hefur gengið nógu vel í deildinni heldur. Við erum að vísu ósigraðir þar ennþá, en sitjum sem fastast í 4ja sæti og virðumst ekki geta komið okkur upp úr því. Núna er líka farið að tala um að Rafael Benitez sé í hættu með starfið sitt.

Mín skoðun er sú að við eigum ekki að reka Benitez, heldur vera fegnir því að við gætum fara úr meistaradeildinni þetta árið. Af hverju ekki? fyrir utan peninga spursmálið þá er það bara gott. Við getum þá einbeitt okkur frekar að deildinni sjálfri og kannski loksins unnið hana. En þá verðum við líka að sigra Arsenal á sunnudaginn. Annars getum við bara gleymt þessu. Ef við getum ekki unnið leiki okkar á Anfield, þá er úti um von okkar að sigra deildina.

Þannig að leikurinn á sunnudaginn er orðinn mjög mikilvægur og getum við aðeins vonað að Agger, Torres og Alonso verða orðnir tilbúnir fyrir hann, jafnvel Kewell sem varamaður. Með endurkomu þessara manna hef ég fulla trú á okkur, annars verður þetta orðið mjög erfitt og jafnvel ómögulegt.

ps. ég varð bara aðeins að spjalla um Liverpool, þar sem enginn sem ég þekki hérna í USA getur spjallað við mig um þetta málefni.