mánudagur, október 29, 2007

Meiðslin okkar

Þetta er nú alveg fáránleg óheppni hjá okkar mönnum. 2 af þeim sem komu aftur inn í liðið eftir meiðsli eru meiddir aftur. Og hvorugur með sömu meiðslin. Hversu óheppnir getum við orðið.

Hver ætli verði í miðjunni um næstu helgi? Ef það eru Momo þá er illt í efni. Ég vil fara að losna við hann úr liðinu. Hann missir boltan alltof oft og nær mjög sjaldan að klára sendingarnar sínar. Hann er góður og tækla menn og ná af þeim boltanum, en síðan gefur hann andstæðingunum bara bolta aftur eins og ekkert sé sjálfsagðara. Annaðhvort þarf hann að fara að bæta sig eða við þurfum að losa okkur við hann. Þetta gengur ekki svona.

Annað í fréttum er að ég er á leiðinni til Íslands... mjög stutt viðkoma að vísu, en samt. Ég kem á föstudagsmorgun og fer aftur á Sunnudags eftirmiðdegi. Ég kem til með að gista hjá Mömmu og Pabba í verkalýðsíbúðinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku bróðir...horfði ekki á leikinn en spáði fyrir um jafnteflið he he...svona er að búa með englendingi, ég horfi allt of mikið á fótbolta og er orðin sérfræðingur hu hu. Við lendum á Íslandi um 11 leytið á sunnudaginn, hlakka til að hitta þig í nokkrar klukkustundir :) Farvel Italia ....Hello Dallas...kannski

Elmar sagði...

Hæ Selma.. Þá náum við að hittast meira en ég hélt, það er frábært. Þá get ég spurt þig út úr þessu, Hello Dallas :) Væri ekki leiðinlegt að hafa 1 af systkynunum mínum á sömu heimsálfu a.m.k.
Sjáumst fljótlega.