fimmtudagur, október 25, 2007

Liverpool

Það hefur gengið upp og ofan hjá Liverpool þessa dagana. Við erum búnir að tapa 2 leikjum í meistaradeildinni þetta árið og ekki hefur gengið nógu vel í deildinni heldur. Við erum að vísu ósigraðir þar ennþá, en sitjum sem fastast í 4ja sæti og virðumst ekki geta komið okkur upp úr því. Núna er líka farið að tala um að Rafael Benitez sé í hættu með starfið sitt.

Mín skoðun er sú að við eigum ekki að reka Benitez, heldur vera fegnir því að við gætum fara úr meistaradeildinni þetta árið. Af hverju ekki? fyrir utan peninga spursmálið þá er það bara gott. Við getum þá einbeitt okkur frekar að deildinni sjálfri og kannski loksins unnið hana. En þá verðum við líka að sigra Arsenal á sunnudaginn. Annars getum við bara gleymt þessu. Ef við getum ekki unnið leiki okkar á Anfield, þá er úti um von okkar að sigra deildina.

Þannig að leikurinn á sunnudaginn er orðinn mjög mikilvægur og getum við aðeins vonað að Agger, Torres og Alonso verða orðnir tilbúnir fyrir hann, jafnvel Kewell sem varamaður. Með endurkomu þessara manna hef ég fulla trú á okkur, annars verður þetta orðið mjög erfitt og jafnvel ómögulegt.

ps. ég varð bara aðeins að spjalla um Liverpool, þar sem enginn sem ég þekki hérna í USA getur spjallað við mig um þetta málefni.

Engin ummæli: