miðvikudagur, júní 30, 2004

Langaði bara svona rétt að láta vita af okkur hérna...
Það er heilmikið búið að gera síðan síðan var uppfærð síðast. Áður en við skelltum okkur í fjallaferðina komu Essý, Gylfi og co hingað til okkar og gistu hérna hjá okkur í tvær nætur. Það var nú ekki um annað að ræða en að skreppa í "The big apple" með litlu gestahjörðina okkar og skoða það helsta þar. Á sunnudeginum var svo haldið af stað uppí Poconos fjöllin, í Pennsylvaniu, ásamt fríðu föruneiti. Ferðin gekk mjög vel og allir ánægðir með staðinn og nágrennið. Mamma og pabbi voru einstaklega dugleg í daglegum gönguferðum og eignuðust vini þarna í Poconos. Ég og pabbi afrekuðum að fara tvisvar í golf og stóð karlinn sig miklum sóma, og hafði hann orð á því að hann sæi alveg fyrir sér að stunda golf í ellinni. Ég tók síðan Kristófer, Rúnu og Daníel á "Driving Range" þar sem við slóum gólfkúlum af mikilli innlifun, en Kristófer fékk, ásamt Spiderman veiðistöng, alvöru gólfsett fyrir 5-8 ára í afmælisgjöf og á þeim 3 skiptum sem við höfum farið á "Rangið" hefur hann tekið miklum framförum. Þetta er nátturlega gert í mikilli eigingirni hjá mér þar sem mig vantar gólffélaga hérna í New Jersey, og þar sem konan harðneitar ennþá að taka upp golfkylfu þá snéri ég mér að saklausa barninu og ætla mér að þröngva því á þessa stórhættulega braut sem golfi er. Við skemmtum okkur mjög vel í golfinu a.m.k. Þarna var líka farið í hjólabátaferðir, tennis, körfubolta, mikið veitt (a.m.k. reynt, því einginn beit) og mikið étið, drukkið og hlegið, þetta var allt í allt mjög skemmtileg ferð. Þegar heim kom tók síðan "alvaran" við, ég enn í fríi og byrjaði því vikan á því að við pabbi skelltum okkur í ræktina, tókum hana nátturulega með troppi. Síðan daginn eftir, og hvern dag þar á eftir hafa Andrea og Rúna, ásamt mér og pabba af sjálfsögðu farið í rækina samviskusamlega. Við erum öll að koma í hörku form :) Þetta er svona frekar þurrt hjá mér núna en það er bara of gaman til að eyða tíma hérna við tölvuskjáinn og skrifa um allt sem á daga okkar drífur þegar það er svona gaman að upplifa þá, einnig í fríunu mínu vil ég eyða sem minnstum tíma hérna, vona að þið skilið. Ég ætla samt að reyna að seta nokkrar "Home-movies" sem hafa verið tekar upp á þessu tímabili hérna hjá okkur einhverstaða á netið þannig að hægt verði að horfa á. Ég læt ykkur vita um leið og þær eru komnar á góðan stað. Ég s.s. notaði allan þann pening sem ég fékk í afmælisgjöf til að kaupa mér digital vídeókameru og hef verið óstöðvandi síðan, ef ykkur fannst ég vera slæmur og hættulegur með myndavélin... "you ain´t seen nothing yet" :)

fimmtudagur, júní 17, 2004

Takk fyrir okkur
Ég og Kristófer vildu koma á framfæri þakklæti fyrir þær kveðjur, símtöl, gjafir og heillaóskir sem okkur bárust á afmælum okkar, þann 15. og 17. júní. Kæru vinir og fjölskylda, takk kærlega fyrir okkur.
Hæ hó jibbí jeei jibbí jei það er kominn 17. júní!
Elsku Kristófer Leó okkar, innilegar hamingjuóskir með 6 ára afmælið. Við elskum þig. Kossar og knús, pabbi og mamma.
Dagurinn í dag verður spennandi því við ætlum að koma Kristófer á óvart og fara með hann í skemmtigarð sem heitir Six Flags og auðvitað verða gestirnir okkar Víðir, Bíbí og Rúna dregin með í för.
Annars er búið að vera voða mikið að gera hjá okkur undanfarna daga svo við höfum ekkert náð að drita hérna inn. Von er á Gylfa, Essý og strákunum þeirra hingað á morgun og ætla þau að gista hér í tvær nætur. Á laugardaginn er stefnan sett á NYC í smá túristaferð með alla gestaflóruna sem verður hjá okkur. Á sunnudagsmorgun er svo komið að sumarhúsaferðinni okkar uppí Poconos fjöll Pennsylvaniu, það verðum við öll í viku og Högni, Fannsa og Hildur verða í 3 nætur. Svo að ekki verður bætt úr bloggleysinu næstu vikuna.
Hafið það sem allra best og gleðilegan 17. júní.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Elskan okkar, hann Elmar, á stór afmæli í dag. Hann er orðinn þrítugur kallinn! Við fjölskyldan viljum senda honum innilegar hamingjuóskir. Knús og kossar, Andrea og Kristófer Leó.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Skólaferðalag...
Ég undirrituð fór í mína fyrstu vettvangsferð í dag með skólanum hans Kristófers í dag. Við vorum vel græjuð með nesti og nýja skó, og að sjálfsögðu var góða skapið með í för. Essý veðurfræðingur tilkynnti mér það á sunnudaginn að það ætti eftir að verða gríðarlega heitt í dag og það stóðst eins og steinn yfir steini. Hitinn fór uppí 34 gráður þegar heitast var. En svo ég snúi mér nú aftur að vetvangferðinni...Já, ferðinni var heitið á Howell Living History Farm . Það er bóndabær í 19. aldar búningi og allt fólkið sem býr þar(starfsfólkið býr á svæðinu), klæðist og starfar eins og bændur gerðu hér áður fyrr. Mér fannst nú sumir þarna taka hlutverki sínu full alvarlega, því ábúendur voru ýmist tannlausir, angandi af ýmsum ónefndum líkams-fílum, ógreiddir, grút skítugir og þar fram eftir götunum. En hvað um það :) Vinnukona tók á móti börnunum og haldið var af stað í tveggja tíma ferð um svæðið. Þar fengu þau að klappa dýrum og fræðast um þau, vinna ull, mala þurrkaðan maíis,týna egg og ýmislegt fleira. Börnin höfðu rosalega gaman af þessu en þetta mátti ekki vera mikið lengra, því sólin var komin hátt á loft og flestir orðnir svangir og þyrstir. Eftir að allir voru búnir að borða, var farið í leiki, og stuttu seinna kom rútan að sækja okkur. Ég tók eitthvað af myndum og þær eru komnar inn.
Á morgun verður svo útskriftarhátíð hjá Karate félaginu hans Kristófers og á að fá rönd, að mér skilst, á beltið sitt og viðurkenningu. Auðvitað flaug hann í gegnum lokaprófið, honum finnst þetta líka svo rosalega gaman. Var ég búin að segja ykkur frá því að hann er orðinn Karate Kid aðdáandi númer eitt!?
Og svo á föstudag verður haldið afmælispartý í skólanum. Við Kristófer fórum í búðir í dag að versla dót og nammi fyrir "partý kveðju pokana",eins og ég kýs að kalla þá...veit einhver hvað þessir "goodie-bags" kallast á íslensku? Ákveðið var að hafa þemað í anda Shrek II. Það verður áreiðanlega svakalegt fjör, við verðum dugleg að taka myndir og setjum þær svo hingað inn.

mánudagur, júní 07, 2004

Hellú!...Did ya miss us?

Sorrý hvað ég er búin að vera löt að skrifa undanfarið, en hef þjáðst af ritstíflu af háu stigi en ég ætla að reyna að hrista eitthvað fram úr erminni, hér og nú. Eins og þið kannski vitið flest, var Memorial Day weekend hjá okkur um þar síðustu helgi og við ákváðum að skella okkur til Virginiu í heimsókn. Heimsóknin byrjaði nú ekki vel, því að stuttu eftir að við komum datt Kristófer aftur fyrir sig á hillusamstæðu og fékk þetta líka rosalega gat á höfuðið. Við brunum á næstu læknavakt til að láta sauma sárið, því þetta var frekar stórt. Læknirinn þurfti að sauma heil 6 spor. Reyndar var hún (læknirinn) eitthvað efins um að hún gæti saumað hann, því hann væri svo ungur og líklegur til að geta ekki verið kyrr, og vildi senda okkur á næsta spítala. En auðvitað stóð þessi elska sig alveg eins og hetja, var alveg kyrr allan tímann á meðan hún saumaði og var meira að segja hálf sofandi. Þegar læknirinn var búinn að græja sárið sagði hún að hún hefði aldrei saumað barn sem væri svona rólegt og þaðan af síður næstum sofandi. Svo fer hann á morgun til læknis til að láta fjarlægja saumana.
Emmi og Högni voru duglegir í golfinu og fóru 3svar hvorki meira né minna. Við stöllurnar vorum nú frekar rólegar á því og fórum "BARA" einusinni í mollið ;) Ég kom eins og svo oft áður, nánast tóment heim úr þeim leiðangrinum.
Fannsa og Högni settu upp, í garðinum hjá sér, þennan stór fína leikvöll. Svo að Hildur og Kristófer eyddu tímunum saman í það að dunda sér þar.
Sl. helgi fór nú bara að mestu í búðaráp. Við skruppum í Ikea á laugardaginn, þar fjárfestum við í patio-setti, sjónvarpsskáp fyrir Kristófer ásamt ýmsu smálegu. Svo á sunnudaginn var ákveðið að kíkja í stærsta Outlet-mall í New Jersey, Jersey Gardens, við hefðum alveg eins getað sleppt því. Við ráfuðum þarna um í 4 tíma og komum tómhent út...og geri aðrir betur. Við verðum að fara með gestina góðu í þetta moll, þvílíkt ferlíki, 220 verslanir ef ég man rétt.
Næstu dagar eru orðnir ansi þéttir, og nóg fyrir okkur að gera til að flýta tímanum. Emmi þarf að fara eitthvað til NY að vinna, ég er að fara með bekknum hans Kristófer í ferð á miðvikudaginn og á föstudaginn verður haldið uppá afmælið hans Kristófers í skólanum. Það eru 4 börn í bekknum hans Kristófers sem eiga afmæli núna í júní og við ætlum að halda stórt sameiginlegt afmæli fyrir þau. Það er búið að panta galdramann og svo verða að sjálfsögðu "cup-cakes", drykkir og snakk, og svo hinir alræmdu og eftirsóttu, Amerísku "goodie-bags", sem eru pokar fullir af dóti og sælgæti sem gestirnir fá með sér heim. Svo seinnipartinn verður brunað útá JFK að sækja gestina okkar. Þess á milli verður maður á "fjórum" með tannburstann að skúra, skrúbba, og bóna, gera allt spikk og span áður en gestirnir koma.

sunnudagur, júní 06, 2004

Beauty
You are Barbabelle! You know how to look good--of
course. You love fashion and you know how to
strut it!


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, júní 01, 2004

Myndir komnar

Það eru komnar myndir úr Virginíu ferð okkar númer 2. Nánar um ferðina kemur örugglega frá Andreu síðar. Smellið á linkinn hérna til hliðar til að sjá nýju myndirnar.