miðvikudagur, júní 30, 2004

Langaði bara svona rétt að láta vita af okkur hérna...
Það er heilmikið búið að gera síðan síðan var uppfærð síðast. Áður en við skelltum okkur í fjallaferðina komu Essý, Gylfi og co hingað til okkar og gistu hérna hjá okkur í tvær nætur. Það var nú ekki um annað að ræða en að skreppa í "The big apple" með litlu gestahjörðina okkar og skoða það helsta þar. Á sunnudeginum var svo haldið af stað uppí Poconos fjöllin, í Pennsylvaniu, ásamt fríðu föruneiti. Ferðin gekk mjög vel og allir ánægðir með staðinn og nágrennið. Mamma og pabbi voru einstaklega dugleg í daglegum gönguferðum og eignuðust vini þarna í Poconos. Ég og pabbi afrekuðum að fara tvisvar í golf og stóð karlinn sig miklum sóma, og hafði hann orð á því að hann sæi alveg fyrir sér að stunda golf í ellinni. Ég tók síðan Kristófer, Rúnu og Daníel á "Driving Range" þar sem við slóum gólfkúlum af mikilli innlifun, en Kristófer fékk, ásamt Spiderman veiðistöng, alvöru gólfsett fyrir 5-8 ára í afmælisgjöf og á þeim 3 skiptum sem við höfum farið á "Rangið" hefur hann tekið miklum framförum. Þetta er nátturlega gert í mikilli eigingirni hjá mér þar sem mig vantar gólffélaga hérna í New Jersey, og þar sem konan harðneitar ennþá að taka upp golfkylfu þá snéri ég mér að saklausa barninu og ætla mér að þröngva því á þessa stórhættulega braut sem golfi er. Við skemmtum okkur mjög vel í golfinu a.m.k. Þarna var líka farið í hjólabátaferðir, tennis, körfubolta, mikið veitt (a.m.k. reynt, því einginn beit) og mikið étið, drukkið og hlegið, þetta var allt í allt mjög skemmtileg ferð. Þegar heim kom tók síðan "alvaran" við, ég enn í fríi og byrjaði því vikan á því að við pabbi skelltum okkur í ræktina, tókum hana nátturulega með troppi. Síðan daginn eftir, og hvern dag þar á eftir hafa Andrea og Rúna, ásamt mér og pabba af sjálfsögðu farið í rækina samviskusamlega. Við erum öll að koma í hörku form :) Þetta er svona frekar þurrt hjá mér núna en það er bara of gaman til að eyða tíma hérna við tölvuskjáinn og skrifa um allt sem á daga okkar drífur þegar það er svona gaman að upplifa þá, einnig í fríunu mínu vil ég eyða sem minnstum tíma hérna, vona að þið skilið. Ég ætla samt að reyna að seta nokkrar "Home-movies" sem hafa verið tekar upp á þessu tímabili hérna hjá okkur einhverstaða á netið þannig að hægt verði að horfa á. Ég læt ykkur vita um leið og þær eru komnar á góðan stað. Ég s.s. notaði allan þann pening sem ég fékk í afmælisgjöf til að kaupa mér digital vídeókameru og hef verið óstöðvandi síðan, ef ykkur fannst ég vera slæmur og hættulegur með myndavélin... "you ain´t seen nothing yet" :)

Engin ummæli: