miðvikudagur, júní 09, 2004

Skólaferðalag...
Ég undirrituð fór í mína fyrstu vettvangsferð í dag með skólanum hans Kristófers í dag. Við vorum vel græjuð með nesti og nýja skó, og að sjálfsögðu var góða skapið með í för. Essý veðurfræðingur tilkynnti mér það á sunnudaginn að það ætti eftir að verða gríðarlega heitt í dag og það stóðst eins og steinn yfir steini. Hitinn fór uppí 34 gráður þegar heitast var. En svo ég snúi mér nú aftur að vetvangferðinni...Já, ferðinni var heitið á Howell Living History Farm . Það er bóndabær í 19. aldar búningi og allt fólkið sem býr þar(starfsfólkið býr á svæðinu), klæðist og starfar eins og bændur gerðu hér áður fyrr. Mér fannst nú sumir þarna taka hlutverki sínu full alvarlega, því ábúendur voru ýmist tannlausir, angandi af ýmsum ónefndum líkams-fílum, ógreiddir, grút skítugir og þar fram eftir götunum. En hvað um það :) Vinnukona tók á móti börnunum og haldið var af stað í tveggja tíma ferð um svæðið. Þar fengu þau að klappa dýrum og fræðast um þau, vinna ull, mala þurrkaðan maíis,týna egg og ýmislegt fleira. Börnin höfðu rosalega gaman af þessu en þetta mátti ekki vera mikið lengra, því sólin var komin hátt á loft og flestir orðnir svangir og þyrstir. Eftir að allir voru búnir að borða, var farið í leiki, og stuttu seinna kom rútan að sækja okkur. Ég tók eitthvað af myndum og þær eru komnar inn.
Á morgun verður svo útskriftarhátíð hjá Karate félaginu hans Kristófers og á að fá rönd, að mér skilst, á beltið sitt og viðurkenningu. Auðvitað flaug hann í gegnum lokaprófið, honum finnst þetta líka svo rosalega gaman. Var ég búin að segja ykkur frá því að hann er orðinn Karate Kid aðdáandi númer eitt!?
Og svo á föstudag verður haldið afmælispartý í skólanum. Við Kristófer fórum í búðir í dag að versla dót og nammi fyrir "partý kveðju pokana",eins og ég kýs að kalla þá...veit einhver hvað þessir "goodie-bags" kallast á íslensku? Ákveðið var að hafa þemað í anda Shrek II. Það verður áreiðanlega svakalegt fjör, við verðum dugleg að taka myndir og setjum þær svo hingað inn.

Engin ummæli: