Hellú!...Did ya miss us?
Sorrý hvað ég er búin að vera löt að skrifa undanfarið, en hef þjáðst af ritstíflu af háu stigi en ég ætla að reyna að hrista eitthvað fram úr erminni, hér og nú. Eins og þið kannski vitið flest, var Memorial Day weekend hjá okkur um þar síðustu helgi og við ákváðum að skella okkur til Virginiu í heimsókn. Heimsóknin byrjaði nú ekki vel, því að stuttu eftir að við komum datt Kristófer aftur fyrir sig á hillusamstæðu og fékk þetta líka rosalega gat á höfuðið. Við brunum á næstu læknavakt til að láta sauma sárið, því þetta var frekar stórt. Læknirinn þurfti að sauma heil 6 spor. Reyndar var hún (læknirinn) eitthvað efins um að hún gæti saumað hann, því hann væri svo ungur og líklegur til að geta ekki verið kyrr, og vildi senda okkur á næsta spítala. En auðvitað stóð þessi elska sig alveg eins og hetja, var alveg kyrr allan tímann á meðan hún saumaði og var meira að segja hálf sofandi. Þegar læknirinn var búinn að græja sárið sagði hún að hún hefði aldrei saumað barn sem væri svona rólegt og þaðan af síður næstum sofandi. Svo fer hann á morgun til læknis til að láta fjarlægja saumana.
Emmi og Högni voru duglegir í golfinu og fóru 3svar hvorki meira né minna. Við stöllurnar vorum nú frekar rólegar á því og fórum "BARA" einusinni í mollið ;) Ég kom eins og svo oft áður, nánast tóment heim úr þeim leiðangrinum.
Fannsa og Högni settu upp, í garðinum hjá sér, þennan stór fína leikvöll. Svo að Hildur og Kristófer eyddu tímunum saman í það að dunda sér þar.
Sl. helgi fór nú bara að mestu í búðaráp. Við skruppum í Ikea á laugardaginn, þar fjárfestum við í patio-setti, sjónvarpsskáp fyrir Kristófer ásamt ýmsu smálegu. Svo á sunnudaginn var ákveðið að kíkja í stærsta Outlet-mall í New Jersey, Jersey Gardens, við hefðum alveg eins getað sleppt því. Við ráfuðum þarna um í 4 tíma og komum tómhent út...og geri aðrir betur. Við verðum að fara með gestina góðu í þetta moll, þvílíkt ferlíki, 220 verslanir ef ég man rétt.
Næstu dagar eru orðnir ansi þéttir, og nóg fyrir okkur að gera til að flýta tímanum. Emmi þarf að fara eitthvað til NY að vinna, ég er að fara með bekknum hans Kristófer í ferð á miðvikudaginn og á föstudaginn verður haldið uppá afmælið hans Kristófers í skólanum. Það eru 4 börn í bekknum hans Kristófers sem eiga afmæli núna í júní og við ætlum að halda stórt sameiginlegt afmæli fyrir þau. Það er búið að panta galdramann og svo verða að sjálfsögðu "cup-cakes", drykkir og snakk, og svo hinir alræmdu og eftirsóttu, Amerísku "goodie-bags", sem eru pokar fullir af dóti og sælgæti sem gestirnir fá með sér heim. Svo seinnipartinn verður brunað útá JFK að sækja gestina okkar. Þess á milli verður maður á "fjórum" með tannburstann að skúra, skrúbba, og bóna, gera allt spikk og span áður en gestirnir koma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli