Jæja þá eru Bíbí og Víðir farin...tíminn hefur hreinlega flogið á meðan þau voru hérna. Kannski ekki skrítið, því við höfum verið ansi dugleg að ferðast og skoða ýmsa áhugaverða staði. Þau fóru t.d. 3svar til NYC, Washington, Poconos í Pensylvaniu í viku, Princeton og að sjálfsögðu í ótal moll sem eru hérna á víð og dreif í N.J.
Það var heldur skrítið að vakna í morgun og enginn úti á svölum til að halda manni félagsskap yfir morgun sígarettunni. Dagurinn í dag hefur verið heldur daufur hjá okkur og lítið gert af viti, farið í laugina og svo rúntað eftir ís og svo smá rölt í parkinum, en hitinn en hitinn endaði með að flæma okkur burt (fyrsta alvöru hitabylgjan er að ganga yfir...úff). Kristófer er alveg með það á hreinu að þau komi aftur eftir tvær vikur, ekki næsta mánudag heldur þarnæsta. En við erum enn með gest hérna hjá okkur og eins gott að leggjast ekki í neitt volæði yfir þessu. Rúna verður hjá okkur til 13 ágúst ef ég man rétt, og það er ýmislegt sem við verðum að sýna henni áður en hún fer frá okkur. Eins og t.d. um næstu helgi er planið að fara til NYC og m.a. skoða Empire State Building og rölta um nærliggjandi hverfi. Svo er Six Flags skemmtigarðurinn ofarlega á óskalistanum hjá okkur, eins gott að skella sér þangað fyrst maður hefur einhvern sem kannski þorir í tækin með manni. Andrea er svo hrædd við svona rússíbana, finnst þetta bara rugl og vitleysa að hætta sér í svona apparöt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli