fimmtudagur, júlí 15, 2004

Golfæði
Um hefur gripið sig golfæði hjá fjölskyldunni.  Þegar pabbi var hérna tók hann sig til og  fór ekki aðeins í golf, heldur keypti hann flottasta golfsettið sem hann fann.   Hann síðan dró mig á golfvöllinn (Þurfti nú ekki að grátbiðja) og hreinlega malaði mig.  Hann vann mig fyrst með einu höggi og síðan með 3-4 höggum.  En mér til málsbóta, þá vann ég hann í Poconos Fjöllunum með 5-6 höggum, þannig að hann verður að koma hingað aftur að ári til að halda sér við í golfinu.  Hann að vísu hótaði að fara að taka þátt í mótum heima á Bolungarvík, og vona ég að hann standi við það, því hann stendur sig alveg hreint mjög vel.
Síðan eru það Rúna og Kristófer, en þau eru mjög dugleg að koma með mér á Driving Range-ið og slá kúlur þar út í bláinn.  Bæði standa þau sig mjög vel og er gaman að sjá hvað þetta er fljótt að koma hjá þeim.  Síðan förum við bara í míni-golf á eftir og er það í uppáhaldi hjá Kristóferi.  En núna í dag fór hann fjórar holur á tveimur höggum og er það persónulegt met hjá honum.  Rúna átti sem skot dagsins, en hún fór eina holuna glæsilega á holu í höggi.
Andrea er nýjasta fórnarlambið, hún er farinn að tala um að hún vilji prófa, en það er erfiðara en hjá öðrum þar sem hún er örvhent, og kvennmaður, en engin golfvöllur sem ég hef farið á hingað til bíður uppá leigusett fyrir örvhentan kvennmann.
 
Síðan er komið nokkursskonar heilsuæði á heimilið, stelpunar eyða að meðaltali 2-3 tímum á dag í ræktina og aðrar æfingar þegar heim er komið, þær eru líka að breyta mataræði sínum og hefur sjaldan jafn lítið nammi verið innbyrt á þessu heimili, ég er hræddur um að þær eiga eftir að hverfa fljótlega með þessu áframhaldi.
Ég fer á morgnana í ræktina, hleyp eitthvað í svona 20-25 mínutur, pumpa svo einhver járn upp og niður, fram og tilbaka.  Þetta gerir manni bara gott og bætir þolið hjá mér, þannig að það verður auðveldara að ganga hringina í stað þess að keyra á golfkerrum alltaf hreint.
 

Engin ummæli: