laugardagur, júlí 31, 2004

New York, here we come...
Við erum að fara til New York á eftir, eftir svona klst. og ætlum þar að fara í Central Park að horfa á þrjár íslenskar hljómsveitir spila þar. Jagúar, Maus og Vínil. Þetta verður sannarlega menningardagur. Morguninn lofaði nú samt ekki góðu þar sem það rigndi rosalega hérna í svona 30 mín. en sem betur fer var það bara "Hitaskúr", rignin sem kemur þegar hitinn verður of mikill. Planið er að taka upp nóg af efni á tónleikunum og setja svo inná netið strax í kvöld, þannig að þið ættuð að geta horft á það, ásamt nokkrum ljósmyndum, strax í kvöld... eða í fyrramálið. Meira um hvernig fór þegar við komum aftur.

Bless í bili, Elmar og Co.

Engin ummæli: