sunnudagur, ágúst 01, 2004

Tónleikar í Central Park
Þetta byrjaði nú ekki alltof vel. Við misstum af lest, eiginlega um leið og við komum á lestarstöðina og vorum að kaupa miðana til New York, þá kom lest... og fór. Þannig að við vorum orðin of sein til að hitta íslensku pörin á tilætluðum tíma, 14:30, en við komumst til Penn Station um 15:00, um leið og tónleikarnir áttu að byrja. Við hoppuðum í leigubíl og brunuðum í Central Park, komum þangað um 20 mín yfir og þetta leit vel út. Heyrðum í Vínil spila og þeir hljómuðu bara vel. Ég var pakkaður, það er að segja, ég var með Vídeóvélina og myndavélina. En þegar ég ætlaði inn á svæðið þá var okkur meinaður aðgangur, af því að engar vídeóvélar máttu koma inn, og heldur engar Flash myndavélar. Nú voru góð ráð dýr. Við stóðum fyrir framan innganginn og vissu ekki hvað við ættum að gera. Þannig að við hringdum í Ernu og hún senda Orra til okkar. Við ákváðum að fara með leigubíl, að bílnum þeirra og kasta myndavélinni inn þar. Andrea, Rúna og Kristófer fóru inná svæðið og hlustuðu á hljómleikana. Við Orri komum síðan aftur eftir svona 45 mín. og náðum nokkrum lögum með Maus, sem var kölluð "Mouse" á ensku. Síðan kom að Jagúar og voru þeir áberandi bestir, þeir fengu allt fólkið með sér í stuð og þeir voru alveg frábærir. Held að kanin sé alveg að fíla Jagúar. Þetta var mjög skrítið samt að vera þarna, í Central Park í New York, og söngvarinn kallaði að íslenskum sið, "Eru ekki allir í stuði!!!" Síðan var þarna happdrætti þar sem möguleiki var á að vinna ferð fyrir 2 til íslands, við náðum okkur í eins marga miða og hægt var og fylltum út, en viti menn... þetta happdrætti var bara fyrir ríkisborgara bandaríkjana, en við ákváðum að taka bara samt þátt og láta þá bara rífast ef við skyldum vinna. Það kom ekki til þess, þar sem við unnum ekki... skrítið.
Á leiðinni heim gengum við með öllu liðinu, Ernu, Orra, Hildi og Einari í átt að bílnum þeirra Ernu og Orra. Þá rákumst við á svona hóp af svertingjum sem voru að dansa og hoppa eins og ég veit ekki hvað. Handahlaup, flip-flopp og hvað þetta allt heitir, það varð bara hápúnkturinn hjá Kristóferi, hann tróð sér fremst hjá fólkinu sem var að horfa og það heyrðist í honum annað slagið, "", "Vááááá".
Síðan kom að lestarferðinni heim, við komum á stöðina um 19:30 og lestinn fór ekki fyrr en um 20:01 þannig að við tók hálftíma bið. Það var nú samt fljótt að líða og þegar við komum í lestina fundumvið strax sæti þar sem við gátum verið öll saman, en lestinn fylltis langt umfram getu á 10 mín. og hef ég aldrei verið í lest sem var svona full. Ekki einu sinni á Rush Hour í New York. Fólk stóð allstaðar á göngunum og var lestinn bara troðinn. Við komum síðan heim um 21:00 og fórum beint á SubWay að fá okkur að borða, síðan fóru bara allir að sofa.
Niðurstaða dagsins er sú... Brilliant að vera þarna og hlusta á íslenskar hljómsveitir í Central Park, en fúllt að hafa engar myndir til minningar um daginn. Þannig að þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig þetta var.

Hafði það gott, Elmar og Co.

Engin ummæli: