Bill Clinton, FBI og Mafíósar... allt á 2 dögum.
Þetta eru búnir að vera nokkuð viðburðaríkir dagar, þessir síðustu 2. Ég gær fékk ég hringingu frá konu sem var mikið niður fyrir, hún tilkynnti mér það að hún væri að vinna hjá einhverri opinberri stofnun sem leitaði að bankareikningum á netinu og ef hún finndi einhverja þá væri henni skylt að hringja í aðilann og staðfesta uppýsingarnar og síðan fjarlæga reikningsupplýsingarnar mínar. Ég hljóp til og náði í tékkheftið og ætlaði að fara lesa upp reikningsnúmerin þar, en þá datt mér í hug að spyrja hvernig ég gæti verið viss um að ég væri ekki að gefa einhverjum bófum upp númerið mitt? Um leið og ég spurði að því, skellti hún á. Ég fylltis grunsemdum og fór á www.fbi.com og sendi þeim ábendingu um þetta, og spurði hvort svona stofnun væri nokkuð til. Síðan núna rétt áðan fékk ég símtal... "Yes, Mr. Vidisson, This is the FBI". Ég svaraði um hæl "Oohkey" og bað um nafnið á manninum, Sean McDearmont. Hann tilkynnti mér það ég hefði brugðist rétt við og þetta væri ný tegund af bragði hjá þessum mafíósum eins og hann kallaði það. Hann sagði mér að ég ætti aldrei að þurfa að gefa upp númerið á reikningnum mínum yfir símann, eða með e-maili. Eins og maður vissi það nú ekki fyrir. Þannig að þarna lenti ég næstum í klóm Tony Soprano og Co.
Síðan í gær, vorum við að fara að versla fyrir heimilið, stór-innkaupardagur, en það þýðir heimsókn til Sam´s Club. Þegar þangað kom, sáum við svolítið óvenjulegt. Biðröð dauðans.. alveg frá inngangi á verslunni og fram að næstu gatnamótum. Við vissum ekkert hvað var í gangi, en þegar við keyrðum framhjá versluninni sjálfri sáum við aulýsingu : "Bill Clinton fyrrverandi forseti áritar bókina sína, "My Life" hérna í dag frá 14:00". Við nátturulega drifum okkur beint inn... en maður mátti fara beint inn ef við vildum ekki áritun. Þegar við komum inn sáum við að aðdáendur hans þurftu að fara í gegnum check þar sem var leitað í öllu og á öllum. Síðan tók við lengri biðröð inni í búðinni sem leiddi að því þar sem forsetinn sat og skrifaði áritanir. Þarna var líka að finna fullt af Secret Service körlum sem voru allir klæddir í svört jakkaföt og með heyrnatæki í eyrunum, og töluðu í ermina sína. Síðan fórum við að versla og þóttumst vera ekkert spennt yfir því að vera í sömu verslun og Bill Clinton, en þegar við ætluðum að versla gosið okkar, var okkur meinaðar aðgangur þar inn, þar sem hann sat fyrir innan af þeim gangi, Þar sem var búið að reisa stórt tjald, en við sáum í hnakkan á honum og heyrðum hann tala við fólkið. Þetta var eins sú óraunverulegasta reynlsa sem við höfum lent í.
Meira síðar, Elmar fórnarlamb Tony´s
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli