Helgardagbókin
Helgin var bara nokkuð góð hjá okkur, Við fórum tvisvar á markað sem kallast, Columbus Farmers Market og fórum einnig til Lambertville í fyrst sinn, eða eins og við Andrea ætlum að kalla það héðan í frá... Key West okkar New Jersey búa. Markaðurinn var vel heppnaður og fórum við fyrst á laugardegi og síðan á sunnudegi aftur, þar sem við fengum ekki nóg á laugardegi. Fyrsta skiptið var flott, við keyptum alls konar "drasl", ég keypti 6 kiljur á $5 og headphones fyrir ræktina á $5. Andrea keypti sér 2 sólgleraugu og derhúfu, allt flott merki eins og Von Dutch, Ralph Lauren og fl. slík nöfn sem ég kann ekki að skrifa... (All Fake). Síðan fékk Kristófer DVD disk um LarryBoy... Grænmeti sem getur all, þó svo það hafi engar hendur, hreint kraftaverk. Rúna keypti sér fullt af dót sem ég kann engin skil á, enda var ég fljótur, eftir að hafa keypt mér mitt og Krissa dót, að draga drenginn okkar í spilasalinn. Við erum svo heppnir feðganir að hafa það sameiginlegt að við þolum ekki lengi að vera í verslunum. Nema Krissi hefur forskot, þegar við förum í Shop Rite eða Wegmans, fær hann að hanga í barnapössun og daðra við fóstrurnar þar, og spila tölvuleiki, mér finnst sárlega vanta "Eiginmanna-pössun" í nokkrar verslanir. En við undum okkur vel þarna, þar var spilasalir, já í fleirtölu, af því þeir voru 2. En báðir á stærð við strætóstoppistöð, sem gerði þá að vísu svolítið minna spennandi. Síðan fórum við í Lambertville og stoppuðum þar í svona klst. og þar er sko fallegt og ég og konan eigum eftir að draga drenginn þangar fljótlega aftur. Þetta var einfaldlega Key West aftur. skemmtilegur ferðamannabær þar sem heilmikið fólk var á ferli, mikið að skoða og versla og mikið af fólki að skoða. Síðan á Sunnudaginn var gerð önnur ferð á markaðinn sem var með svipuðu sniði og á laugardaginn, nema við Krissi eyddum nákvæmlega 10 mín. í að skoða með stelpunum og eftir það... beintí spila-salina, og þegar við urðum svangir, pylsur, hvað annað. Gaman að eiga strák sem er svo líkur mér að maður upplifir æskudraumana í gegnum hann... leikjasalir og pylsu-át með pabba. Talandi um hann... Hann pabbi minn var í fréttunum síðastliðinn föstudag að berjast fyrir mjög áríðandi málefni, málefni sem í raun er það eina sem er þess virði að berjast fyrir þessa dagana... Enski Boltinn. En hann er driffjöðurinn í söfnun sem Bolvíkingar eru að standa í til að safna 900Þ kr. til að skjár einn setji nú upp sendi þar og alvöru fótboltaáhugamenn geti nú lifað af laugardagana í Bolungarvík. Ég óska honum og allri Bolungarvík góðs gengis með söfnunina.
Annað af honum... Hann hefur farið í golf uppá hvern einasta dag síðan hann kom heim. Ég bjóst við að hafa keypt einhvern smá áhuga... en þetta er umfram allar vonir. Einnig hefur hann tekið inn í búðina sína mikið af golfdóti, s.s. Kerrur, skó, teljara... Og rúsínan í pylsuendanum. MAMMA er farin að læra þetta líka, og pabbi ætlar að kaupa sett fyri hana. Þið ykkar sem þekkði þau vitið að þau elska að fara í gönguferðir... núna geta þau farið í gönguferðir, OG slegið bolta á undan sér á jafnréttisgrundvelli. Er hægt að hafa það betra en á Bolungarvík, ég bara spyr?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli