Fréttir og fl...
Jæja, það er orðið langt síðan ég skrifaði hérna síðast, samt er ekki mikið að frétta af okkur. Kristófer var í myndatöku um daginn ásamt fullt af fólki fyrir Local blaðið hérna, Trenton Times, sem var að skrifa grein um karate þjálfarann hans, Sensei Ed. Hann var fremstur í hópnum og verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Greinin mun víst koma í blaðinu 7. Sept og ætlum við okkur að kaupa nokkur eintök, þeir sem hafa áhuga á að fá greinina senda til sín skulu bara leggja inn pöntun í gestabókina okkar :)
Síðan í dag, kl 18:00 fer Kristófer í próf í Karate. Ef hann stendur sig vel fær hann appelsínugult belti. Planið er að taka eins mikið og hægt er upp á cameruna og setja síðan inná síðuna okkar.
Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér uppá síðkastið og hef ég verið 2-3 daga vikurnar á fundum úti í bæ, oftast einhversstaðara sem tekur mig um 2 tíma að keyra. Málið er að það eru nokkuð margir búnir að hætta hjá okkur síðastliðnar vikur og hefur álagið því aukist á þeim sem eftir eru, og eru þeir ekki of margir þessa dagana. BMI er núna á fullu að leita að nýju Navision fólki, þannig að ef einhverjum langar að koma til New York að vinna hjá Navision fyrirtæki, látið mig vita.
Við erum að spá í að flytja þegar samningur okkar hérna rennur út, en það er 22. Nóv. og erum við að skoða í kringum okkur. Annaðhvort að finna eitthvað svipað á lægra verði eða flytja til Pennislvaníu, sem er næsta fylki við hliðina á okkur, við erum alveg á landamærunum og skv. local fólkinu hérna og þar, þá er ódýrara að búa þar. Ódýrari tryggingar, leiga, matur og bara kostnaðurinn við að lifa er lægri þar.
Meira seinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli