Slæmar fréttir, góðar fréttir, bestu fréttirnar
Jæja, ekki tókst mér að komast á leikinn með Liverpool, hérna í NewJersey í gær, vinnan (Helv. Vinnan) tók forgang. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér til að komast. Þetta voru slæmu fréttirnar. (Hey, mér finnst þær slæmar). En til að hressa mig við, ákvað Comcast að bæta við bestu sjónvarpsstöðinni sem finnst hérna í USA. Fox Sport World, en sú stöð sérhæfir sig í að bæta upp Sýnar-, nei sorry, skjás-1 leysið hérna, þ.e.a.s. hún sýnir enska boltann. Þetta voru s.s. góðu fréttirnar. Og síðan þetta gótt fólk. Fanney og Högni eru búin að bæta við nýjum meðlim í fjölskylduna sína. Hún Kristín Bergrós kom í heiminn kl 12:20 í dag, 13Merkur og víst alveg eins og Hildur litla. Innilegar hamingju-óskir til þeirra !! Þetta eru Bestu Fréttirnar.
ég er orðinn duglegari að bæta við vídeómyndum á síðuna okkar, bæði skemmtilegum og leiðinlegum. Leiðbeiningar um hvernig er best að horfa á þær er að finna á Vídeómyndir hlutanum á síðunni okkar.
Hafið það gott í bili, Elmar Poolari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli