Hæ-delí-hó-delí....
helgin var alveg brill hjá okkur. Við ákváðum með engum fyrirvara að skella okkur bara til Virginiu og heimsækja gengið þar og vorum yfir helgina hjá þeim í góðu yfirlæti...eins og ávallt. Við ætluðum að drífa okkur snemma á föstudagsmorgun, þá meina ég ELD-SNEMMA. Vekjaraklukkan okkar öskraði á okkur í einn og hálfan tíma, án árangurs, áður en við rumskuðum og þá var hún orðin hálf sjö. Við erum greinilega ekkert fyrir það að vakna á svona óguðlegum tíma. En það var orðið of seint að leggja í hann (vinnan hans Emma kallaði) svo að við frestuðum ferðinni fram á laugardag. Það gekk nú svosem alveg ágætlega, en tók bara alltof langan tíma sökum umferðar...7 tíma... AÐEINS! Svo að það verður ekki farið til þeirra aftur...ALLAVEGA ekki á laugardegi ;) En heimferðin gekk nú heldur betur fyrir sig því við fórum þetta á leiftur hraða, engar umferðateppur eða vegaframkvæmdir sem töfðu fyrir okkur og allt í allt var þetta 4 1/2 tími. Annars var þetta bara sama gamla góða rútínan hjá þeim, golf hjá köllunum og búðir hjá okkur stelpunum, og svo auðvitað spilað og étið eins og maður ætti lífið að leysa. Við reyndar skruppum líka í bíó, fórum á Notebook, sem er svona 5 klúta mynd eins og Fanney lýsti henni.
Jæja við ætlum að skella okkur í mini-golf eða keilu núna.
Eitthvað af myndum var tekið og við skutlum þeim væntanlega inn í dag eða á morgun.
Until next time....
Andrea-Out! (Æl!)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli