Philadelphia
Við heimsóttum Philadelphia í gær, það var mjög gaman að skoða þá borg. Við fórum um 2 leitið af stað og vörum kominn um 2:30. Engin umferð og flott að vera svona fljótur á leiðinni. Stelpurnar voru mjög hrifnar, þarna er nefnilega verslunarhverfi eins og laugarvegurinn og víst mikið ódýrara þarna en í New York eða New Jersey. Söluskatturinn er eitthvað lægri líka þannig að það vann saman. Rúna keypti sér flotta skó á um $15 og var mjög ánægð með þá. Við sáum líka "City Hall" og einhvera kirkjur þarna, mjög flottar byggingar og miðbærinn almennt mjög hreinn og flottur. Einn munur sem ég tók mikið eftir miðað við New York, það er meira um útigangsfólk og betlara þarna. Í New York sér maður þetta fólk ekkert, þeim er líklegast skutlað í fangelsi ef þau eru eitthvað mikið að betla en þarna fá þau alveg að vera í friði. Við ætlum okkur svo sannarlega að skoða þessa borg betur, stutt að fara og ódýrt að versla... er hægt að biðja um meira ?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli