fimmtudagur, júlí 22, 2004

Allt í gúddí héðan...
Essý og strákarnir ætla að koma hérna við hjá okkur á leið sinni til Flórída. Emmi sækir þau annað kvöld á flugvöllinn í Baltimore og þau gista hérna hjá okkur eina nótt. Það er alltaf gaman að fá gesti...mættu samt alltaf vera fleiri  ;) Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir jólin, fyrstir koma, fyrstir fá!
Annars er bara rólegheit hérna á okkur þessa vikuna...engin ferðalög a.m.k. Við erum búin að vera dugleg að ferðast um allar trissur þetta sumarið.
Við höfum líka öll verið mjög dugleg í gymminu, við Rúna erum nú loksins farnar að sjá smá árangur erfiðisins...amk. eru tölurnar á vigtinni farnar að síga niður á við, í stað uppá við, fyrstu vikurnar. Emmi fer líka á hverjum morgni áður en hann byrjar að vinna, komin með æfingaplan og alles, Högni gym-gúrú setti það saman fyrir hann um helgina.
Svo bíð ég bara spennt við símann því tvær vinkonur mínar eiga von á sér á næstu vikum, báðar settar á sama tíma. Arna vinkona á Íslandi og auðvitað hún Fanney í Virgininu. Gaman-Gaman!
Nú svo eru auðvitað tónleikar í  NYC um þarnæstu helgi með Jagúar, Vínil og einu öðru bandi sem ég man ekki hvað heitir?! En við ætlum að reyna að komast á þá. Skylst að Íslendingar þar í borg fjölmenni á svona viðburðum.
Við erum öll orðin húkkt á mini-golfi hérna, förum amk. einusinni í viku.  Ætlum einmitt að skella okkur í dag á nýjann völl hérna í nágrenninu, og hann á að vera í röð flottustu mini-golf valla í Ameríku. 
En bið að heilsa í bili...
Andrea framtíðar fyrrverandi bolla ;)   

 

Engin ummæli: