miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Hitabylgja

Já, nú gengur yfir hitabylgja hérna hjá okkur með tilheyrandi raka. Fólk hérna talar um að það muni ekki eftir svona heitu sumri í mjög langan tíma. Við höfum bara tekið því rólega og slappað af við sundlaugina síðastliðna daga, reynt að næla okkur í smá tan svo að Rúna okkar fari ekki hvít heim á föstudaginn. Það er nú reyndar takmarkað hvað maður þolir að liggja úti í þessu því maður er orðinn ansi grillaður eftir klukkustundar BBQ.
Rúna fer heim á föstudag, fer heim með sömu vél og fjölskyldan hans Elmars kemur með. Svo að það er vel nýtt ferð á flugvöllinn :)
Svo er bara málið að ég fari að drífa mig í saumaskapinn á næstunni, margir gluggar í nýju íbúðinni sem þarf að hylja. Ef ég man rétt eru um 12-14 gluggar...x 2-4 vængir....úfff...gaman gaman!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er þessi sama hitabylgja hérna hjá okkur...hvað er eiginlega málið???
Já gluggatjöld............mmmmm. ég er ennþá eftir að hafa búið í 8 mánuði í húsinu okkar að vesenast í þeim málunum. Þetta tekur engann endi. Ég spaí að þú verðir búina að finna efni og sauma fyrir alla gluggana í maí 2007 hehe.

Kv, Fanney