Jæja, held að ég sé búin að pína Fanney nóg með að hafa hana hérna eftist í laaangan tíma. Þæggi Fanney, komið nóg af prómóinu? Og takk fyrir allar hugmyndirnar af bloggi, hjálpar ábyggilega að koma mér í gírinn...og b.t.w. Emmi er búin með 2 kaffibolla það sem af er deginum. Mjög rólegur enn sem komið er, en það er sennilega útaf því að "fína" kaffikannan okkar er eitthvað að stríða okkur og skilar bara frá sér hland volgu kaffi. Algjört piss I tell ya!
Nú er agalegt boozt æði á heimilinu, fengum okkur algjört tryllitæki sem mylur ís og frosna ávexti án nokkurrar fyrirhafnar og svo er líka byrjað að selja skyr.is í Wholefoods. Ein lítil dolla kostar reyndar tæpa $3...en maður verður að styrkja þetta framtak er það ekki? Finnst þetta bara svo ofboðslega gott að ég er að borða alltof mikið af þessu, sennilegast ekki hollt í óhófi.
Ég var að koma úr búðinni, hitti þar þýska konu sem ég hef kannast við síðan við fluttum hingað til NJ. Allt í góðu með það, svo ég fer og heilsa uppá gelluna og hún bara er í svona þvílíkri fílu útí mig! Fyrsta sem hún segir við mig er: "Why haven´t you called me?!?!"
Ég: "uhhh, I don´t have your number"
Hún:"Yes, you do. I have yours"
Ég: "So, why didn´t you call me?"
Hún: "I was waiting for you to call me!"
Fór útí algjört bull þetta samtal eins og sést svo ég ákvað að biðja kelluna bara um númerið hennar og lofaði því að hringja í hana fljótlega. "I really, really, really hope you call this time!" sagði hún svo áður en ég kvaddi. Þetta er reyndar alveg hin fínasta kona, þó svo að samtalið bendi til annars...hún er þýsk og enskan ekki sú besta, svo hún virðist vera voða hvöss þegar maður er að tala við hana.
Haldið þið að við séum ekki bara að fara á íslenskt þorrablót takk fyrir. Laugardaginn 4. mars í Washington, ekkert smá spennandi! Förum með Eggerti, Ásu og co. svo þetta verður örugglega alveg brill. Okkur hlakkar mikið til og haldið þið að maður sé ekki bara búin að versla sér kjól og alles. Ég sem geng ALDREI í kjólum...með einni undanþágu og það var þegar ég gifti mig. Hef nefnilega heyrt að fólk dragi fram sitt allra fínasta púss þegar þessi þorrablót hérna eru annarsvegar.
Það er allt fínt að frétta af Kristófer þessa dagana. Hann tekur orðið miklum framförum í Karate núna, svo mikið að hann er orðið notaður af kennurunum til að sýna hvernig á að gera hlutina rétt. Gaman að fylgjast með honum. Sérstaklega þar sem við vorum á tímabili að hugsa um að leyfa honum að fara að prófa einhverjar aðrar íþróttir og hætta í Karate. En hann var nú aldeilis ekki á því drengurinn og fór að sýna þessu miklu meiri áhuga.
Hann fékk að fara í "sleepover" um helgina til Andrews. Finnst það eitthvað svo krúttlegt hvað þeir eru enn miklir félagar þó svo að þeir séu nú í sitthvorum skólanum. Það var nú mikið hlegið þegar við fórum að sækja hann og Andrew fer að spyrja pabba sinn afhverju hann þyrfti að fara í kirkju einu sinni í viku en Kristófer ekki. Kristófer var fljótur að svara því með þvi að segja "that´s because I´m from Iceland. You see, Jesus was born in America!" og svo til að toppa þetta sagði hann svo mjög spekingslega "Did you know Jesus was the son of God?"
Jæja ætla að láta þetta duga í bili...
Andrea og strákarnir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með nýja bloggið. Ég hló ekkert smá mikið af þessu með Kristófer. Brilliant comment hjá honum haha.
Sko nóg að gerst hjá ykkur (segir sú sem bloggar ekki).
Jamms nú fer að styttast í þorrblótið og að ÞÚ verðir í kjól. Þetta verður gaman.
Kveðja og knús frá Indiana, Fanney
Skrifa ummæli