mánudagur, febrúar 27, 2006

Namminamm...



Vatnsdeigsbollurnar lukkuðust vel...í annari tilraun. Nema það að mig vantaði íslenska Síríus suðusúkkulaðið ofaná þær. Pantaði reyndar svoleiðis frá Nordicstore fyrir lifandis löngu. Ekkert bólar á því enn. Ég gat ómögulega látið eitt suðsúkkulaði duga. Á frekar bágt með að hemja mig þegar íslenskar "nauðsynjavörur" eru annarsvegar. Var komin með vörur í innkaupakerruna fyrir hundruði dollara áður en ég vissi af. Ég sá að þetta var nú ekki hægt að réttlæta með nokkrum hætti svo að meirihlutinn fékk að fjúka með dílít takkanum. Komst svo að því eftirá að sendingarkostnaðurinn var sá sami og upphæðin sem ég verslaði fyrir. Ekkert smá fegin að hafa haft hemil á mér. Annars hefði ábyggilega verið ódýrara fyrir mig að fara sjálf til Íslands og kaupa þetta. En samt fékk ég agalegan móral yfir þessu bruðli. Það batnar samt ábyggilega um leið og kassinn verður opnaður. Emmi fær Drauminn sinn, Krirstófer fær Djúpurnar sínar og ég Nóa Kroppið mitt . Svo á ég örugglega eftir að segja: "mmmm...þetta VERÐUM við að gera oftar!"

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur Kristófer minn. Ekki nema von að þú brosir út að eyrum með bollu í annari og rjóma í hinni. Bara ofurhausfrau Dr. Drea.

Knús og kossar, Fanney

Nafnlaus sagði...

Hva...ekkert sprengi- og öskudagsblogg??????

Bara bolludagsmont.

Jerimías Knútar allra landa.

Andrea sagði...

Hahahaha...jú, hefur bara enginn tími gefist til sökum mikilla anna við öskupoka- og grímubúninga gerð ;)
Góða helgi skvís!