miðvikudagur, júní 07, 2006

Það er búið að vera alveg kreisí að gera hjá okkur undanfarið, maður hefur varla haft tíma til að setjast niður og blogga. En það er nú bara eins og það er, alveg í siðasta sæti hjá manni. Sorrý! Við höfum líka oft verið við það að hætta þessu og svo hættir maður við að hætta, og tekur góðar rispur inná milli.

Mig langar að byrja á að óska Essý til hamingju með afmælisdaginn í gær! Gekk um með hnút í maganum í allan gærdag, var með yfirþyrmandi tilfinningu að ég væri að gleyma einhverju og jú, í dag áttaði ég mig á því...Essý átti afmæli. Vona að þú hafir átt góðan dag þó svo að dagsetningin hafi verið heldur krípó, 06.06.06 :)

En allavega, þá er búið að ganga frá afmælispartý fyrir Kristófer þann 25 júní nk. Laser Tag var það heillin! Ég man nú þá dagana þegar það var alveg málið að eiga svoleiðis apparat. Minnir að Ella systir hafi fengið svona græjur í jólagjöf fyrir 100 árum og verið ekkert smá ánægð með það.

Þetta leit nú ekki vel út í fyrstu hjá mér því það virtist bara vera tvennt í boði: föndur partý hjá Triangle (blee...boring) eða geiðveikis partý hjá Chuck´e Cheese (fæ grænar við tilhugsunina). Svo þið getið ímyndað ykkur gleðina á heimilinu (og þá ekki bara hjá afmælisbarninu ;) yfir því að finna þennan stað.

Það er búið að vera heilmikið að gera í skólanum hjá Kristófer uppá síðkastið. Ég er "classroom-mom" eins og það kallast hérna og er því búin að vera mikið í skólanum uppá síðkastið til að skipuleggja og hjálpa til. Það var pikknikk í síðustu viku og svo annað á morgun. Svo hafa verið tónleikar, vettvangsferðir, partý og föndur. Og ég þarf að mæta í skólann amk 4 sinnum áður en honum lýkur þann 16 júní.

Ása og Eggert buðu okkur í grill um síðustu helgi. Það var alveg æðislegt, alltaf gaman að kíkja til þeirra. Helgina áður var líka grill hjá John og Lisu. Svo var Doreen (þýsk vinkona) að tala um að bjóða okkur í grill á næstunni. Það er alltaf verið að núa manni það um nasir hversu æðislegt það er að eiga grill :) Finnst nú helvíti hart að banna fólki að vera með grill hérna og skaffa svo ekki einusinni aðstöðu með kolagrillum, eins og er yfirleitt í þessum hverfum. Eitt er amk alveg á hreinu, þegar við flytjum í okkar eigið húsnæði verður keypt eitt af þessum RISA (macho) amerísku gasgrillum og svo haldið grillpartý ársins með tilheyrandi Tikibar og eldgleypum...ok ok allavega verður grillað grimmt, fæ að sjá til með hitt.

Fjandans bílskrjóðurinn okkar er búin að vera með stæla við okkur uppá síðkastið. Fengum það staðfest í dag að loftræstingin væri farin... í fjórða skiptið á mjög stuttum tíma. Svo að næsti laugardagur verður bíllaus AFTUR! Við værum ábyggilega löngu búin að endurnýja ef við bara gætum komið okkur saman um hvaða bíl við ættum að fá okkur. Höfum ekki enn fundið þennan sem við föllum bæði fyrir...hann er einhverstaðar, ég er alveg viss um það!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA Ég vann græjuna á skafmiða sem hét lukkuþrenna eða eitthvað álíka kúl ;)

Nafnlaus sagði...

Já þessi blessuðu afmæli eru höfuðverkur. Tvö stykki fram undan hjá mér og verða bæði haldin heima. Það sökkar ekkert smá feitt þegar hel......BÍÍÍÍÍÍÍP loftkælingin í bílunum fer. Enda ekkert smá dýrt að gera við þetta. Ohhh well nóg af þusi, best að fara að grilla mhúahahahahaha.
Later skvís.

Andrea sagði...

Lukkuþrenna! HAHAHAHA! Það er alveg skerí hvað þú ert minnug :)

Mér ferst kannski að kalla þig skerí þegar ég man hvar 10 ára gömul peysulufsa var keypt OG hvað hún kostaði, en á svo í erfiðleikum með að muna mitt eigið gemsanúmer!!!Weird huh?!

Fanney þú hefur alla mína samúð...TVÖ afmæli heimavið!
En ég segi það nú ekki að ef ég væri með garð OG grill, myndi ég örugglega gera það sama.