"HÆTTESSU MAMMA! You´ll cramp my style!!!"
Þetta sagði Kristófer við mig í dag þegar ég rótaði í hárinu hans :)
Ekki byrjar sumarfríið vel hjá Kristófer. Hann er hérna heima sárlasinn greyið. Með hita, kvef og eyrnabólgu...um HÁ SUMAR takk fyrir! Já það er frekar fúlt að vera fastur innifyrir þegar úti er 40 stiga hiti, sól og blíða. Við fórum með hann til læknis, strax í gærmorgun, um leið og kvefið gerði vart við sig og fengum sýklalyf. Hann er með hita núna, en þetta ætti nú ekki að standa lengi yfir fyrst hann er kominn á lyf. Það er eins gott því að afmælisveislan hans er um næstu helgi!
Annars er bara búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur félagslega, góð tilbreyting það. Við erum búin að kynnast alveg helling af fólki undanfarið. Það er meira að segja farið að detta hingað inn fólk í kaffi og heimsókn, ég hélt að væri nú bara sér-Íslenskt fyrirbæri en svo er nú víst ekki. Svo á góðum kvöldum eru krakkar úr hverfinu, og foreldrar þeirra, farnir að mæta hérna fyrir utan hjá okkur og svo leika þeir sér saman frameftir og foreldrarnir kjafta saman. Hrikalega næs!
Jæja við erum loksins búin að fá bílinn aftur úr viðgerð. Kallinn sem gerði við hann lofaði því að nú ætti þetta að vera komið í gott stand og ætti ekki að klikka, annars mættum við eiga bílinn hans. Sjáum til með það. Við erum bara að spá í að fara að losa okkur við hann áður en það kemst einhver reynsla á það. Við erum alveg komin með uppí kok á þessu veseni. Emmi er komin alveg á fullt að skoða nýja bíla, vill bara fá svoleiðis, og það helst í gær. Við eigum bara svo rosalega erfitt með að koma okkur saman um tegund á bíl. Sá eini sem við erum bæði hrifin af er Nissan Murano. Annars langar mig bara í einhverja milljóna bíla eins og t.d. Hummer (sko litla nýja týpan:) Lexus eða Benz jeppa... og já, og mér finnst líka Porche Cayenne jeppinn rosa kjút :) Hahaha...það kostar ekkert að láta sig dreyma!
Helgin hjá okkur var alveg meiriháttar. Á föstudaginn var síðasti skóladagurinn hans Kristófers. Eftir skóla kom Carlson vinur hans Kristófers í "sleepover". Daginn eftir, 17. júní, byrjuðum við á því að fara í sund, svo um leið og við komum heim fylltist hér allt af strákum. Þeir fengu svo að vera hérna í smá tíma og leika sér þangað til við skelltum okkur í mini-golf. Eftir það skutluðum við svo Carlson heim til sín. Kristófer fékk svo að velja stað til að fara út að borða á. Hann vildi náttúrulega fá afmælissöng og klapperí svo að Chilli´s varð fyrir valinu. Við ætluðum að fara svo í bíó að sjá Cars en afmælisbarnið var alveg búið á því og vildi bara fara heim að sofa. Honum varð nú ekki að ósk sinni því að vinir hans biðu eftir honum fyrir utan hjá okkur, þegar við komum heim og náðu að draga hann út að leika. Held að ég hafi aldrei séð Kristófer sofna svona fljótt eins og þetta kvöld.
Á sunnudaginn komu svo Eggert, Ása og strákarnir til okkar í mat. Ákváðum að hafa páska hangikjötið sem við áttum í frystinum...namminamm! Þau mættu hingað hlaðin gjöfum, já það var bara á alla línuna takk fyrir! Takk elsku fjölskylda fyrir okkur, þetta var alltof mikið!!!
Langar svona í restina að koma á framfæri þökkum fyrir allar gjafirnar, kveðjurnar, símhringingarnar og sendingarnar sem strákarnir fengu á afmælunum sínum. XOXO
Kveðja úr hitanum! (*mont mont*)
NJ-Gengið.
Ps. fleiri nýjar myndir í Júní albúminu!
1 ummæli:
öfund:C...væri ekkert a moti því að fá smá hita hingað ...það á víst að vera komið "sumar" herna en það hefur bara farið alveg fram hjá mér :/ hehe en maður verður bara að samgleðjast ykkur ;) ..sé bara að þið eruð bara orðin popular þarna
úti;) bara alltaf eitthvað í gangi :D.. kv rúna ;*
Skrifa ummæli