Kristófer er kominn með eldflugu. Þessi sími er mjög einfaldur og hafa foreldrar algjöra stjórn á því hvaða númer hann getur hringt í . Það eru takkar þarna til að hringja í mömmu og pabba og svo má hafa allt að 20 númer í símaskránni. Við ákváðum að gefa honum þetta eftir vesenið með skóla-rútuna fyrsta daginn í skólanum.
Strax fyrsta daginn hringdi hann í mig þegar hann var á leiðinni heim í rútunni og ÖSKRAÐI í símann... "I AM OK". En við vorum búin að segja honum að þetta væri eingöngu til að róa okkur niður þegar hann lendir í svona fíaskói aftur :)
En síðan þá er hann ekki að hringja nema eitthvað komi uppá. Einu sinni var það að ég kom of seint út á stoppistöðina og var ekki þarna þegar hann kom út, þá hringdi hann í mig til að athuga hvar ég væri og það er gott að vita af þessu tæki með honum, bara svona just in case.
Annars var helgin róleg í þetta sinn. Við fórum í bíó á laugardaginn og sáum "I now Pronouce you Chuck and Larry" sem kom skemmtilega á óvart og var mikið hlegið. Kristófer spilaði fótbolta á bæði laugardaginn og sunnudaginn, vann á sunnudaginn 4-3 en tapaði sínum fyrsta leik á sunnudaginn 2-4. En ég er viss um að 2 leikmenn í sigurliðinu hafi verið a.m.k. 12 ára :)
Á Sunnudaginn var ég líka rúma 5 tíma að taka bílskúrinn í gegn og var ég mjög feginn þegar það var búið. Kristófer hjálpaði mér eftir bestu getu, en honum fannst nú skemmtilegra að vera í eldhúsinu með mömmu sinni að hjálpa henni að baka sjónvarpsköku... enda ekki nema von.
1 ummæli:
Það er allavega 10 tima bílskúr hérna ef þig langar ;)
Skrifa ummæli