þriðjudagur, september 04, 2007

Skólinn að byrja

Jæja, þá er skólinn hjá Kristóferi að byrja á morgun. Hann er að fara í Lawrence Intermediate School sem er skóli sem er með 4-6 bekk. Allir grunnskólar Lawrenceville, alls 4 talsins, dæla öllum sínum krökkum þangað og verða í ár um 300 nemendur að fara í 4ja bekk þetta árið. Bekkjunum er síðan skipt í svona 13-14 og verða því 20-22 nemendur í hverjum bekk.
Kennarinn hans Kristófers er Ms. Harrell. Við fórum í síðustu viku og fengum að skoða bekkinn hans og hitta kennarann aðeins. Þetta er ung stelpa, ekki eldri en svona 22 ára. Hún virðist vera mjög hress og, eins og Andrea orðar það, bubbly. Kristófer er a.m.k. hrifin af henni.
Íþróttakennarinn hans er Mr. Boggs, en Kristófer þekkir hann líka frá Soccer Camp sem hann hefur stundað a.m.k. 2 sumur. Annað sem breytist er skólatíminn. Hann verður núna í skólanum frá 8:35 til 15:35, fer með rútunni kl 7:58 og ætti að koma um kl 16:00 heim. Þetta verður nú langur dagur hjá greyinu og maður vorkennir honum að fara að læra heima eftir svona langan dag. Þetta eru rúmlega 8 tímar frá því að hann tekur rútna á morgnana þar til hann er kominn heim í eftirmiðdaginn. Ég veit ekki, ég er kannski að gera of mikið úr þessu en hvað finnst ykkur, eru meira en 8 tímar af skóla ekki rosalega mikið fyrir 9 ára strák?

Mig langar að vita hvað ykkur finnst... skiljið eftir comment.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég myndi halda að þau gerðu heimavinnuna í skólanum þegar dagurinn er svona langur. ????ef ekki þá er lagt ansi mikið á litla gutta finnst mér. Thomas byrjar í skólanum 10 sept. frá 8.45-12 og Sara kemur þann 11 sept :)
Knús og kossar frá Grottaferrata

Nafnlaus sagði...

Baltasar er frá 8.10 - 14.20 s.s. rétt rúma 6 tíma. Finnst það nú alveg nóg.

Nafnlaus sagði...

Segðu bara við Krissa að heilinn í honum stækki hraðar hehe