miðvikudagur, september 05, 2007

Viðburðaríkur dagur

Fyrsti skóladagurinn var ekki viðburðalaus. Þegar það kom að því að ná í Kristófer á stoppistöðinni, þá kom rútan, og enginn Kristófer. Mér leist nú ekkert á blikuna. Ég talaði við krakkana sem komu út og líka bílstjórann. Krakkarnir sögðu mér að margir hefðu gleymst í skólanum og bílstjórinn sagði að 2 kennarar höfðu sagt að bíllinn væri tilbúinn og að hann ætti að koma sér af stað.

Ég fór heim og spurði Andreu hvort skólinn hefði hringt til að láta vita, en svo var ekki. Þannig að ég reyndi að hringja en það var ekki svarað, og ég skildi eftir skilaboð. Núna voru við orðinn virkilega áhyggjufull... Þannig að ég ákvað að keyra í skólann og Andrea ætlaði að vera heima til ef einhver myndi hringja. Um leið og ég var kominn í bílinn reyndi ég skólann aftur og núna svaraði. Ég fékk þær upplýsingar að Kristófer hefði verið skilinn eftir í skólanum ásamt 17-18 öðrum krökkum, og að rútann væri á leiðinni að ná í hann ásamt þeim öllum. Ég spurði hvort hún gæti staðfest það að Kristófer væri í raun kominn um borð í rútuna og að hún væri farinn af stað... hún sagðist ekki geta það þar sem það væri alveg hinu meginn í húsinu (Einmitt kerling, ekki hreyfa þig of mikið... þú bara týndir barninu mínu). Þannig að ég hringdi í Andreu og sagði henni fréttirnar og hún fór á stoppistöðina ef hann skyldi koma þangað, og ég hélt áfram í skólann.

Þegar ég kom þangað, sá ég stórann hóp af krökkum standandi og bíðandi eftir rútum sínum. 1 Rúta var þarna og ég tékkaði hvaða rúta það var, og það var rútan hans Kristófers. Ég fór inn í hana og náði í hann. Þegar hér er komið við sögu var virkilega farið að sjóða á mér. Ég fór og talaði við konuna sem átti að sjá um að allir færu í sínar rútur og spurði hvað hefði gerst. Hún sagðist ekki vera viss hvað kom uppá (Mjög traustvekjandi), þannig að ég spurði af hverju hefði ekki verið hringt í okkur til að láta vita að Kristófer hefði verið skilinn eftir. Hún svaraði : "I could not leave here, I have 900 kids to look after". Ég svaraði henni því að ég ætti bara 1 krakka en myndi gjarnan vilja fá hann heim á hverjum degi... eða a.m.k. vita hvar hann er ef eitthvað fer úrskeiðis.

Þegar ég lét Andreu vita af því að ég væri kominn með hann, þá gat hún miðlað fréttunum til hinna foreldrana sem voru þarna að bíða eftir börnunum sínum á okkar stoppistöð. Þau voru öll jafn hneiksluð á þessu og við. Allir sögðust ætla að hringja í alla og gera allt vitlaust... sjáum svo bara til með hvernig það fer.

Þetta er alveg skiljanlegt að svona getur komið fyrir, en hafa ekki manndóm í sér að hringja í foreldrana til að láta vita þegar svona kemur fyrir er alveg hreint fáránlegt og nær ekki nokkri átt. Við vorum á tímabili alveg að farast úr áhyggjum. að vita ekki hvar barnið manns er niðurkomið er hræðileg tilfinning og ég mæli ekki með því, sérstaklega ekki hérna í USA.
Það sem mér fannst líka alveg frábært, það var alveg sama við hvern ég talaði, enginn vildi bara ábyrgð á því sem fór úrskeiðis. Allir bentu á einhvern annan. Kann fólk ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum hérna í þessu skólakerfi eða hvað?

Þetta var svona það helsta sem kom uppá á fyrsta skóladeginum hjá honum Krissa okkar. Hann sagði mér seinna að hann hefði verið svolítið smeikur og ekki skilið hvað var að taka svona langan tíma, það leið nefnilega 90 mín. frá því að skólinn var búinn og þar til að hann komst loksins heim....

Hvernig gékk svo hjá ykkar börnum :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Magnaður klaufagangur. Um að gera að láta þetta lið heyra það.

Nafnlaus sagði...

Ég hefði orðið mjög reið, er þetta nýr skóli með ekkert system í gangi ??? gerið allt klikkað þannig að þetta gerist ekki aftur.

Nafnlaus sagði...

Jahérna!!! Vona að þetta hafi nú verið one timer og elsku frændalingnum mínum hafi ekki orðið meint af! Já stóra barnið mitt hjólaði heim úr skólanum. Það tók hann heilar 3 mín. ;). (bara svona afþví að þú spurðir hehe)

Andrea sagði...

Úff, þetta voru verstu 30 mínútur sem ég hef upplifað á æfi minni. Ekkert í heiminum verra en að vita ekki hvar barnið manns er niðurkomið, og það í Ameríku!