Isss... hvað við erum farin að vanrækja þessa blessuðu heimasíðu okkar :/
En það er nú svosem ekki mikið að frétta hvort eð er. Við Kristófer erum búin að húka inni síðan á fimmtudag, að undanskilinni einni læknaheimsókn, því að Kristófer nældi sér í leiðinda flensu. Læknirinn sagði að hann væri allur "congested" þeas. stíflaður, bólginn og eyru full að vökva...svo að það var ekkert annað sem kom til greina en láta hann hafa þrusu sýklalyf við því. Í dag er hann mikið betri en ekki nógu góður þó, til að mæta í skóla en hann ætti að geta mætt á morgun. Það er ekki alveg nógu gott að hann skyldi verða veikur núna því að framundan er tæplega 3ja vikna frí í skólanum en þessar flensur gera víst ekkert boð á undan sér. Þetta er samt alveg furðulegt...frá því að við byrjuðum að flakka á milli US og Íslands, hefur hann undantekningalaust orðið lasinn vikuna áður en við leggjum í hann!
En svo við snúum okkur nú að öðrum heldur skemmtilegri fréttum...þá eru 9 dagar þar til við komum á klakann!!!.... ágætt að hafa þetta á hreinu svo hægt sé að panta rauða dregilinn, limmuna og lúðrasveitina ;)
Þar til næst...
Gengið í NJ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bara að segja hæ.
Kveðja, Fanney
Halló halló krúttin mín.
Eru engar fréttir from the kleik?
Og Elmar kallinn hvernig ertu að höndla þig svona konu laus?
Saknaðar kveðjur úr GA,
Írena og Co.
Skrifa ummæli