Loksins Loksins nýtt blogg
Jæja gott fólk, maður er farinn að fá skammir í hattinn fyrir að vera latur við að blogga uppá síðkastið. En nú skal ráðinn bót á því.
Andrea og Kristófer hafa verið á Íslandi síðastliðnar vikur í góðu yfirlæti á Víðimel. Kristófer fór líka í heimsókn til Bolungarvíkur ásamt Yðunni Erlu og skemmti sér konunglega, enda voru þau spillt þar, alveg botn. Það er ekki hægt að segja annað en Amma og Afi á Boló taka starfi sínu alvarlega, en starfið er að spilla barnabörnunum. :)
Við erum síðan búin að ákveða því að sleppa því að flytja okkur um set og ætlum við að vera hérna í sömu íbúðinni í a.m.k. næstu 9 mánuði. Ástæðan er aðalega sú að fyrirtækið sem við ætluðum að leigja hjá, var búinn að rokka með verðin sín upp og niður og leist okkur ekki á að fara að flytja og síðan yrði leigan jafn há, eða hærri en hér. Þannig að flutningum er frestað í bili.
Ég hitti Stefán og Eyrúnu í gær í New York. Þau höfðu komið hingað í hópferð til þess að Eyrún gæti hlaupið í New York maraþonninu og skilst mér hún, og allir sem hlupu, hafi orðið Íslandi til sóma, bæði í hlaupinu sjálfu og í morgunsjónvarpsþætti daginn eftir þar sem þau voru kynnt fyrir bandarísku þjóðinni. Vel gert Eyrún. Það var mjög gaman að geta hitt ykkur aftur, þó ekki væri nema bara í stuttan tíma. Vonandi getum við hist aftur fljótlega.
Þetta verður að duga í bili þar sem að mikil vinna bíður mín, ég ýtreka aftur... Ef einhver Navision Forritari eða ráðgjafi hefur áhuga á að flytja hingað, þá er nóg vinna hérna og er alvarlegur skortur á fólki hérna. Endilega sendið mér línu ef þið vitið um einhvern.
Meira síðar, og fljótlega.
Elmar, einbúi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli